Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ný Ásvallabraut í Hafnarfirði opnaði fyrir umferð í dag en framkvæmdir við brautina hófust vorið 2020. Með opnun Ásvallabrautar frá Skarðshlíð að Áslandi 3 eru tengd saman byggðasvæði sitt hvoru megin Ásfjalls og þar með verða Skarðshlíð og hverfin ofarlega á Völlum betur tengd Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut. Einnig mun Ásvallabraut þjóna Hamranesi, nýju hverfi gegnt Skarðshlíð sem er í hraðri uppbyggingu og þeim hverfum sem fyrirhuguð eru í Áslandinu í náinni framtíð.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri Snóks hf. klipptu á borða og opnuðu Ásvallabrautina formlega.
Opnun Ásvallabrautar er stór og þýðingarmikil framkvæmd í sögulegu samhengi og í þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á vinsælu uppbyggingarsvæði sem hefur uppland Hafnarfjarðar í bakgarðinum. Brautin hefur verið á skipulagi frá 1980 og átti að liggja nær byggð í Áslandi 3 en hagræn greining sem unnin var á árinu 2017 markaði endanlega legu brautarinnar sem í dag er ein akrein í hvora átt með möguleika á breikkun í tvær akreinar í hvora átt. Með tilkomu Ásvallabrautar verða tvær leiðir úr og í Vallahverfi og stækkandi hverfi Skarðshlíðar og Hamraness. Gönguleiðir liggja norðan við Ásvallabraut og tengjast íbúðahverfi við Brekkuás. Þá liggur göngustígur samhliða brautinni.
Hér má sjá hópinn sem mætti til opnunar og tók þátt í samakstri á nýrri leið á milli byggðasvæða í Hafnarfirði.
„Ásvallabrautin er afar mikilvægur þáttur í uppbyggingu og eflingu byggðar í Hafnarfirði og mun gjörbreyta samgöngum og aðgengi inn á nýjustu íbúða- og atvinnusvæði bæjarins. Ný mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg voru tekin í notkun í árslok 2017 og fyrir ári var opnað fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Opnun Ásvallabrautar er enn einn liður í því að greiða samgöngur innan bæjarins og milli hverfa“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Ég óska íbúum Hafnarfjarðar og starfsfólki fyrirtækja á svæðinu til hamingju með nýju brautina og veit að hún mun nýtast vel“
Öllum lóðum í Skarðshlíð og Hamranesi hefur verið úthlutað eða í heild lóðum fyrir um 2300 íbúðir, þar af rúmlega 1.700 í Hamranesi sem ekki eru enn komnar í sölu. Uppbygging í Skarðshlíð er langt komin og fluttu fyrstu íbúarnir í sín hús sumarið 2019. Í Hamranesi eru framkvæmdir hafnar á verktakalóðum fyrir 148 íbúðir í fjölbýli auk þess sem Bjarg íbúðafélag hyggst byggja 148 íbúðir í hverfinu. Um mitt ár 2021 var þróunarreitum í Hamranesi úthlutað til átján aðila sem eru að vinna deiliskipulag á sínum reitum fyrir alls rúmlega 1400 íbúðir. Á nokkrum þessara reita eru framkvæmdir við það að hefjast. Áframhaldandi uppbygging í Áslandi er í undirbúningi og er gert ráð fyrir að úthlutun á lóðum í Áslandi 4 fyrir hátt í 500 íbúðir hefjist á vormánuðum 2022. „Það er mikil eftirspurn eftir lóðum og íbúðum í Hafnarfirði og því hefur allt kapp verið lagt á að hraða skipulagningu og greiða fyrir uppbyggingu bæði á nýjum svæðum og með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er einstakur og hlýlegur bær sem hefur allt til alls. Það er í forgrunni hjá okkur að sinna núverandi íbúum vel en við munum sannarlega taka fagnandi á móti nýjum Hafnfirðingum“ segir Rósa að lokum.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…