Ásvellir 3 – til sölu einstök fjölbýlishúsalóð

Fréttir

Tilboðsfrestur er 28. janúar 2022.

Uppbygging í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum

Einstök fjölbýlishúsalóð á Ásvöllum 3 í Hafnarfirði er komin í auglýsingu. Á lóðinni er heimilt að byggja fjölbýlishús á 2-5 hæðum, alls 100-110 íbúðir. Bílastæði má hafa að hluta í bílakjallara á einni hæð. Um er að ræða einstaka og vel staðsetta lóð í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gengt Ásvallalaug og við friðland Ástjarnar. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Vellirnir í Hafnarfirði eru vinsælt og fjölskylduvænt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til afþreyingar og útivistar. 

Fra-laugUppbygging á Ásvöllum 3 – séð frá sundlaug 

Tilboðsfrestur er 28. janúar 2022

Sótt er um lóð á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina sem er kr. 447.919.120.- Tilboð undir lágmarksverði teljast ógild. Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 13 föstudaginn 28. janúar. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð í bæjarráðssal í Ráðhúsi Hafnarfjarðar.

Allar nánari upplýsingar má finna hér 

Ábendingagátt