Athugið: Óþarfa áminning frá Ísland.is

Tilkynningar

Tæknilegir örðugleikar ollu því að póstur barst frá Ísland.is um ábendingu um ógreiddan reikning. Engar nýjar kröfur hafa þó verið stofnaðar.

Hafnarfjarðarbær undirbýr um þessar mundir að senda alla reikninga í gegnum Ísland.is. Undirbúningurinn hefur staðið yfir síðustu mánuði. Lokahnykkurinn fer nú fram.

Tæknilegir örðugleikar ollu því að kerfið sendi út ábendingar í gegnum Ísland.is um ógreiddan reikning til allra þeirra sem hafa fengið reikning frá bænum síðustu vikur. Engar nýjar kröfur hafa þó verið stofnaðar.

Við bendum á að sé ekki krafa í heimabankanum er reikningurinn greiddur. Við biðjum einstaklinga og fyrirtæki sem fengu þetta óþarfa hnipp frá Ísland.is afsökunar.

Ábendingagátt