Átt þú rétt á viðbótarafslætti?

Fréttir

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra og verða allar eldri umsóknir sem bárust fyrir 1. júlí felldar úr gildi frá 1. október n.k. Til að öðlast viðbótarafslátt eða viðbótarniðurgreiðslu þarf umsókn að berast í gegnum MÍNAR SÍÐUR.

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra og verða allar eldri umsóknir sem bárust fyrir 1. júlí felldar úr gildi frá 1. október n.k. Til að öðlast viðbótarafslátt eða viðbótarniðurgreiðslu þarf umsókn að berast í gegnum MÍNAR SÍÐUR

Viðbótarafsláttur af leikskólagjöldum og viðbótarniðurgreiðsla til dagforeldra

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti viðbótarniðurgreiðslur samkvæmt eftirfarandi tekjuviðmiðum foreldra og forráðamanna:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt viðbótarafslátt af leikskólagjöldum (einungis af dvalargjaldi) vegna skólaársins 2021-2022 og viðbótarniðurgreiðslur til dagforeldra samkvæmt eftirfarandi tekjuviðmiðum foreldra og forráðamanna:

Einstaklingur

  • 0 til 5.515.232 kr. (allt að á mánuði 459.603kr.) 75% afsláttur eða viðbótarniðurgreiðsla 1
  • 5.515.232 til 6.618.277 kr. (allt að á mánuði 551.523 kr.) 50% afsláttur eða viðbótarniðurgreiðsla 2

Fólk í sambúð

  • 0 til 8.272.849 kr. (allt að á mánuði 689.404 kr.) 75% afsláttur eða viðbótarniðurgreiðsla 1
  • 8.272.849 til 9.927.404 kr. – (allt að á mánuði 827.285 kr.) 50% afsláttur eða viðbótarniðurgreiðsla 2

Afsláttur er reiknaður út frá tekjum sl. þriggja mánaða frá umsókn samkvæmt staðgreiðsluyfirliti. Umsókn um afslátt og viðbótarniðurgreiðslu þarf að berast fyrir 20. september n.k. og endurnýja fyrir hvert skólaár. Umsóknir sem berast seinna þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar vegna næsta mánaðar. Greiðslur eru ekki leiðréttar afturvirkt.

Fylgigögn sem þurfa að fylgja umsókn eru staðgreiðsluyfirlit frá RSK sem sýnir tekjur sl. þriggja mánaða (hægt að nálgast rafrænt á www.skattur.is)

Nánar um dagforeldra
Nánar um leikskóla Hafnarfjarðarbæjar

Nánari upplýsingar er að finna á síðunum hér fyrir ofan, hjá þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500, í gegnum netspjall á vef eða með tölvupósti: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt