Átthyrndir pannavellir við Áslandsskóla

Fréttir

Nýverið voru tveir nýir pannavellir settir upp við Áslandsskóla börnum, ungmennum og foreldrum í hverfinu til mikillar gleði og ánægju. Hugmynd að kaupum og uppsetningu á völlunum kemur frá skólasamfélaginu við Áslandsskóla og var verkefninu ýtt úr vör og fylgt eftir að foreldrafélaginu og stjórn foreldrafélagsins við skólann.

Nýverið voru tveir nýir pannavellir settir upp við Áslandsskóla börnum, ungmennum og foreldrum í hverfinu til mikillar gleði og ánægju. Hugmynd að kaupum og uppsetningu á völlunum kemur frá skólasamfélaginu við Áslandsskóla og var verkefninu ýtt úr vör og fylgt eftir af foreldrafélaginu og stjórn foreldrafélagsins við skólann.

Vinsælir vellir meðal barna og ungmenna

Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem hægt er að spila hraða og skemmtilega leiki sem hæfa öllum aldurshópum og allir geta verið með. Vellirnir hafa slegið í gegn víða um land, þykja einstaklega skemmtilegir í notkun og mikið líf og fjör skapast oft í kringum leikina sem spilaðir eru á völlunum. Skólasamfélagið í Áslandsskóla er mjög öflugt og á foreldrafélagið í Áslandsskóla hrós skilið fyrir að hafa frumkvæði að uppsetningu pannavallanna. Annar völlurinn er alfarið fjármagnaður af foreldrafélaginu sjálfu með góðum styrk frá fyrirtækjum í bænum en hinn völlurinn er kostaður af Hafnarfjarðarbæ. Vellirnir hafa nú þegar sannað gildi sitt og ýtt enn frekar undir líf og fjör í hverfinu.

Ábendingagátt