Áttu þér draum um matjurtagarð? – Opið fyrir umsóknir

Fréttir

Matjurtagarðar Hafnarfjarðarbæjar eru fyrir alla íbúa Hafnarfjarðar gegn vægu gjaldi. Matjurtagarðarnir eru staðsettir í Öldutúni og á Víðistöðum og afhendast í lok maí. Opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Grænt og vænt í matjurtagörðunum okkar

Matjurtagarðar Hafnarfjarðarbæjar eru fyrir alla íbúa Hafnarfjarðar gegn vægu gjaldi. Þetta er frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Matjurtagarðarnir eru staðsettir í Öldutúni og á Víðistöðum og verða afhentir í lok maí. Opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Hvernig grænmeti vilt þú rækta í sumar?

Kostnaði fyrir garð er haldið í lágmarki. Greitt er 1.850 krónur fyrir hefðbundinn garð en 6.000 krónur fyrir upphækkaðan matjurtarkassa. Grænmeti eða annað efni er ekki innifalið í verði en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til staðar. Garðarnir afhendast plægðir og úthlutun hefst í lok maí.

Skráning hefst í dag 30. apríl í gegnum Völu. Athugið að velja þarf sveitarfélag og staðsetningu á matjurtagarði sem óskað er eftir (fjölskyldugarður Öldutún/fjölskyldugarður Víðistaðir).

Panta garð

Ábendingagátt