Áttu þér draum um matjurtagarð?

Fréttir

Matjurtagarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum íbúum Hafnarfjarðar gegn vægu gjaldi. Hér um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Matjurtagarðarnir eru staðsettir í Öldutúni og á Víðistöðum og afhendast plægðir í lok maí.

Frábært tækifæri fyrir öll áhugasöm – skráning er hafin

Matjurtagarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum íbúum Hafnarfjarðar. Hér um að ræða frábært tækifæri fyrir einstaklinga og fjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Matjurtagarðarnir eru staðsettir í Öldutúni og á Víðistöðum.

Hvernig grænmeti vilt þú rækta í sumar?

Kostnaði fyrir garð er haldið í lágmarki eða kr. 1.781 fyrir einn garð og kr. 2.969 fyrir tvo. Grænmeti eða annað efni er ekki innifalið í verði en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til staðar. Garðarnir afhendast plægðir og úthlutun hefst í lok maí. Skráning hófst 30. apríl í gegnum Völu. Athugið að velja þarf sveitarfélag og staðsetningu á matjurtagarði sem óskað er eftir (fjölskyldugarður Öldutún/fjölskyldugarður Víðistaðir).

Panta garð

Ábendingagátt