Atvinnuhverfi fyrir allskonar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar lóðir í ört vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi.

Atvinnuhverfi fyrir allskonar
fyrirtæki

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í
Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fyrirtæki í
leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar lóðir í ört vaxandi
iðnaðar- og athafnahverfi. Öflugt atvinnulíf er nú þegar á svæðinu, nálægð við
alþjóðaflugvöll og höfn og samgöngur greiðar. Hverfið hefur verið í mikilli
uppbyggingu og örum vexti síðustu misseri og aðgengi að hverskyns þjónustu er
gott.

Hverfi í örum vexti
og mikilli uppbyggingu

Kostir atvinnulóða á þessu svæði í Hafnarfirði eru
margþættir. Svæðið er í örum vexti og mikil uppbygging að eiga sér stað með
tilheyrandi áhrifum á fasteignaverð og verðmæti lóða. Atvinnuhverfinu er skipt
upp eftir starfsemi og því tilbúið til að taka á móti ólíkum fyrirtækjum af
öllum stærðum og gerðum s.s. í 
ferðaþjónustu, verslun, þjónustu, þekkingariðnaði og framleiðslu. Fyrirtæki
eins og Icelandair, Promens og Naust-Marine eru meðal þeirra sem hafa komið sér
vel fyrir á svæðinu. Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar,
sem komin eru inn í tillögu að samgönguáætlun 2017, munu auðvelda aðgengi að
svæðinu enn frekar og opna það enn betur fyrir umferð úr öllum áttum m.a. að
höfn og hafnarsvæði og alþjóðaflugvelli auk stærstu umferðaræða til og frá
stór-höfuðborgarsvæðinu. Lóðir fyrir fjölbreytta starfsemi eru þegar tilbúnar
til afhendingar og því geta fyrirtæki sem eru að leita að nýrri staðsetningu
fyrir starfsemi sína strax hafist handa við að koma sér fyrir.

„Það eru mikil tækifæri
til staðar á þessu atvinnusvæði fyrir hvort sem er rótgróin fyrirtæki í leit að
framtíðarstaðsetningu eða smærri fyrirtæki í leit að hentugri staðsetningu með
tengingu við helstu flutningsæðar til og frá landinu og um landið allt.  Stór og öflug fyrirtæki hafa nýlega sest að í
hverfinu og býður skipulag okkar upp á mikla möguleika eftir atvinnustarfsemi
þannig að flest fyrirtæki ættu að geta fundið lóð við hæfi. Ég bind miklar
vonir við ný mislæg gatnamót og hef fulla trú á því að ríkisvaldið standi við
að þau verði að veruleika á næsta ári. Hafnarfjörður á það svo sannarlega inni“
segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.  

  • Almennar upplýsingar um atvinnulóðir á
    athafnasvæði er að finna hér   
  • Yfirlitsmynd yfir atvinnusvæðið er að finna hér 
  • Ítarlegri upplýsingar um gjaldskrá, reglur og
    allar lausar lóðir er að finna hér  

Ábendingagátt