Atvinnulóðir á besta stað í Hafnarfirði

Fréttir

Fjöldi atvinnulóða við Hellnahraun III standa fyrirtækjum í leit að framtíðarstaðsetningu til boða. Flestar lóðirnar henta vel undir matvælaiðnað.

Fjöldi atvinnulóða við Hellnahraun III standa fyrirtækjum í leit að framtíðarstaðsetningu til boða. Flestar lóðirnar henta vel undir matvælaiðnað.

Greiðar samgöngur og höfn með mikla möguleika

Á svæðinu eru lausar 33 lóðir í vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi á hagstæðu verði, stærðir frá 2.906 m2 – 5.875 m2. Rík áhersla er lögð á gott og aðlaðandi starfsumhverfi. Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf er á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn og greiðar samgöngur.

Nánari upplýsingar um lóðir, stærðir og gatnagerðargjöld

Nánari upplýsingar um úthlutunarskjöl og reglur

Hellnahraun 3. áfangi – Deiliskipulagsskilmálar

Hellnahraun 3. áfangi – yfirlitsmynd

Tekið verður við umsóknum frá 1. nóvember og þær afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Upplýsingar gefur Lilja Ólafsdóttir í síma: 585-5623 og á netfangið: liljao@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt