Atvinnumiðstöð lokar

Fréttir

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar lokaði um áramótin. Atvinnumiðstöðin hóf starfsemi sína 2010 og hefur á þessum árum sinnt vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Breyttar aðstæður á vinnumarkaði hafa dregið úr þörfinni.

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar lokaði um áramótin

Atvinnumiðstöðin hóf starfsemi sína á vormánuðum árið 2010 með samningi milli
Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar.  Miðstöðin
hefur sinnt vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í
Hafnarfirði. Atvinnumiðstöðin var sett á stofn til að bregðast við þrengingum á
vinnumarkaði og afleiðingum efnahagskreppu. Umskipti hafa orðið að þessu leyti
síðustu misserin og hefur atvinnuleysi dregist verulega saman. Atvinnumiðstöðin
gegndi þýðingarmiklu hlutverki á þessum tíma og skipti sköpum í þjónustu við
atvinnuleitendur. Auk þess hefur Atvinnumiðstöðin verið veigamikill hlekkur í
Áfram verkefni Fjölskylduþjónustunnar.

Áframhaldandi gott samstarf

Gott samstarf hefur verið milli Hafnarfjarðarbæjar og
Vinnumálastofnunar sem mun halda áfram þrátt fyrir að Atvinnumiðstöðinni hefur
verið lokað. Unnið er að þróun áframhaldandi samstarfs þar sem starfsmenn frá
Vinnumálastofnun hafa reglulega viðveru í sveitarfélaginu og funda reglulega
með ráðgjöfum Fjölskylduþjónustunnar.

Ábendingagátt