Auka pokar fyrir almennt sorp

Fréttir

Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (15. des – 15. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp.

 

Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (15. des – 15. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. Pokarnir eru úr niðurbrjótanlegu plasti og sérmerktir þessu verkefni.

 Orkutunna – auka umhverfisvænir pokar

Auka pokarnir eru einungis hugsaðir fyrir almennan heimilisúrgang og eru hirtir við næstu losun á grátunnunni.  Í grátunnuna fer almennt heimilissorp s.s. matarleifar, bleiur og matarmengaðar umbúðir auk málma. Ekki skal setja neinn endurvinnanlegan pappír eða spilliefni í þessa tunnu, í slíkum tilfellum skal nota blátunnu eða sækja þjónustu til næstu grenndargámastöðvar eða Sorpu. Hver grátunna er tæmd á 14 daga fresti og græntunnan á 28 daga fresti.  Sorphirðudagatal fyrir öll hverfi í Hafnarfirði og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Hægt er að kaupa pokana í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og hjá Þjónustumiðstöð á Norðurhellu auk þess sem Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug verða með pokana til sölu á sínum opnunartíma. Verð á poka er kr. 549.- sem er kostnaður við losun og förgun.

Ábendingagátt