Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Katla Sif Snorradóttir er fjallkona Hafnarfjarðarbæjar 2019. Katla Sif er hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Sörla og hlaut hún viðurkenningu á síðasta aðalfundi félagsins fyrir besta árangur í barna og unglingaflokki síðastliðið ár. Það þótti viðeigandi að Heilsubærinn Hafnarfjörður fengi öfluga íþróttakonu til að flytja ávarp Fjallkonunnar 2019.
Katla Sif Snorradóttir er fjallkona Hafnarfjarðarbæjar 2019. Katla Sif er hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Sörla og hlaut hún viðurkenningu á síðasta aðalfundi félagsins fyrir besta árangur í barna og unglingaflokki síðastliðið ár. Í ár var Katla valin í landsliðshóp Íslands til að keppa á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem verður haldið í Berlín í sumar. Það þótti viðeigandi að Heilsubærinn Hafnarfjörður fengi öfluga íþróttakonu til að flytja ávarp Fjallkonunnar 2019 sem í ár er samið af Eygló Jónsdóttur. Katla Sif er nemandi í Flensborgarskóla og Eygló Jónsdóttir höfundur ljóðsins er kennari við skólann.
Ávarp fjallkonunnar 2019
Lyngheimur, ljósheimurljúflingur vakir í steini.Lyngheimur, ljósheimursmáfuglar kvaka í reyni.
Þið komuð af hafifrá fjarlægri ströndí leit að lífi, í leit að vonog landið opnaði faðm sinn.
Og landið gaf ykkur lífog landið gaf ykkur von.
Þar sem himinn heilsar hafiþar sem hraunið sefur í ró.Þar sem fjallið helgar staðinn,þar fannstu þér skjól.
Undir hamrinum vættir vaka,fagna vori með birtu og yl,ilmar loftið af æskuandakallar fólkið til dáða á ný.
Lækurinn segir þér söguraf sumri og börnum við leik,um álftir og endur sem dansaí síkvikum sagnanna heim.
Garðurinn geislar af hlátribarna við leik og störf.Í hellum og gjótum sig felaþar laufskrúðug trén standa vörð.
Við höfnina bátarnir bíðabjartur dagurinn veitir frið.Yfir hafflötinn fuglarnir svífavið öldunnar vaggandi klið
Og enn kemur fólk af hafiog enn leitar fólk að von.Opnaðu augun og sjáðuþar dóttur þína og son.
Frá austri, úr vestri og suðribörn jarðar,ljósberar framtíðar .
Hlustaðu á raddir þeirra,heyrðu kall þeirra.
Verndaðu barnið.Gefðu því ást þínagefðu því framtíðog skjól.
Höfundur: Eygló Jónsdóttir 2019
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…