Bæjarbrúin hefst með ensku og stærðfræði

Fréttir

Haustið 2015 hóst kennsla í tveimur námsgreinum, ensku og stærðfræði, í Flensborg sem er hluti Bæjarbrúarinnar (sjá hér neðar). Það eru nálægt 30 nemendur (af rúmlega 350 nemendum í 10. bekk í bænum) sem stunda nám í hvorri námsgreininni sem jafnframt er þá fyrsti áfangi umræddra námsgreina í nýju þriggja ára námi þar til stúdentsprófs. Námið gildir þá jafnframt í öðrum framhaldsskólum ákveði nemandi að fara í aðra skóla en Flensborg eftir grunnskóla. Af þessum nemendum eru um fjórðungur sem taka báða námsgreinarnar.

Námið var opnað með upphafssamveru í Flensborg fyrir stuttu þar sem nemendur og aðstandendur fengu smá kynningu á náminu, boðið var upp á veitingar og nemendur hittu kennara sína. Kennslan er þá hafin og heldur áfram í allan vetur. Nemendur munu taka tvo áfanga í hvorri námsgrein, annan á haustönn 2015 og hinn á vorönn 2016.

Bæjarbrúin er samstarf milli grunnskóla Hafnarfjarðar og framhaldsskóla bæjarins (Flensborg og Tækniskólinn). Í því felst ákveðið samstarf milli skólastiganna um möguleika nemenda í grunnskólunum að sækja framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla (9. eða 10. bekk). Námið er þá sérsniðið að þeim og er sambland af staðnámi og fjarnámi. Kostnaður og verkaskipting í þessu samstarfi fylgir ákveðnu ferli og gildir jafnt fyrir alla nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar óháð skólum. Jafnframt falla fyrri leiðir í samstarfi skólastiganna sem voru mismunandi eftir skólum í Hafnarfirði.

Ábendingagátt