Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar.
Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. Mat nefndarinnar var að árið 2017 yrði myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð bæjarlistamaður Hafnarfjarðar.
Steingrímur Eyfjörð er fæddur árið 1954, hann nam myndlist á Íslandi og í Hollandi. Steingrímur hefur í verkum sínum farið inn á merkingarsvið heimspeki, vísinda, félags- og mannfræði þar sem viðfangsefni verkanna geta verið um jafn ólíka hluti og trúmál, pólitík, dægurmenningu, íslenska þjóðmenningu og sögu. Verk hans snúast oft um það sem kalla má nútíma þjóðsögur, sem sækja efnivið sinn í dulspeki, samsæriskenningar og ýmiskonar hjávísindi. Þessar sögur endurspegla margbreytileika þekkingarleitar mannsins og tilraunir til að skilgreina og skoða veruleikann út frá fjölbreyttara sjónarhorni en hefðbundin vísindi bjóða upp á.
Verk í frásagnarstíl
Teikningin er fyrirferðarmikill tjáningarmáti í verkum Steingríms og í þeim sést náinn sjónrænn skyldleiki teikningarinnar við ritlistina en verk hans eru oft í frásagnarstíl. Í verkum Steingríms má finna ástríðufulla og fordómalausa rökræðu þar sem fegurðin og hið ljóðræna við alla sköpun eru snertifletir. Þau eru eins konar ferðalag eða könnun sem beinist inn á við, þar sem hver og einn verður að máta sig við ákveðnar aðstæður. Oft og tíðum er um eins konar leik með listhugtakið að ræða þar sem framvinda verksins, sköpunarferlið sjálft, er sýnilegur hluti þess. Verk Steingríms vekja áleitnar spurningar um vísindi, trúmál, pólitík, íslenska þjóð- og dægurmenningu. Í þessu ferli öllu má finna trú á eðlisgreind einstaklingsins í samfélagi sem leitast við að móta menn í einsleitt form.
Ferill sem spannar fjóra áratugi
Fjölbreyttur ferill Steingríms spannar fjóra áratugi, hann hefur sýnt verk sín hérlendis og erlendis bæði einn og með öðrum. Hann hefur sinnt kennslu og verið virkur í félagsstarfi myndlistarmanna. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007. Steingrímur hefur búið í Hafnarfirði undanfarin fimm ár, í janúar var einkasýning á verkum hans í Hafnarborg sem bar nefnið Kvenhetjan. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar hlýtur greiðslu að upphæð 1.000.000 kr sem hvatningu til áframhaldandi sköpunar og virkni. Föstudaginn 21. apríl kl. 20 verður hér í Hafnarborg stutt kynning á ferli Steingríms.
Ljósmyndari: Einar Falur Ingólfsson
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…