Bæjarstjóri heimsótt um 20 starfsstöðvar – Stefnir á 70

Fréttir

Valdimar Víðisson bæjarstjóri hefur nú heimsótt um 20 stofnanir bæjarins. Hann segir mikilvægt að skilja kjarna hverrar þeirrar sem bæjarstjóri og gefa starfsfólki færi á að segja sitt.

 

Fjölbreytt atvinnulíf í Hafnarfirði

„Mér finnst mikilvægt að sjá andlitin, skilja starfsandann og vita hvernig starfsstöðvar bæjarfélagsins vinna,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri. Hann tók við stjórnartaumunum í bænum á nýju ári og stefnir á að heimsækja 70 starfsstöðvar út febrúarmánuð. Um tuttugu heimsóknir eru þegar frá. „Þetta gefur mér mikið, virkilega gagnlegar og skemmtilegar heimsóknir enda einvala lið starfsfólks sem vinnur hjá Hafnarfjarðarbæ.“

Yfir 2000 starfsmenn hjá bænum

Alls starfa ríflega 2000 hjá Hafnarfjarðarbæ. Starfsheitin eru um 300. Starfsstöðvarnar eru því ólíkar sem þjóna íbúum Hafnarfjarðar. Sjálfur var Valdimar skólastjóri í Öldutúnsskóla áður en hann tók við sem bæjarstjóri og þekkir því vel til í skólakerfinu, bæði andlit og virkni.

Það mátti sjá þegar hann heimsótti meðal annars Hvaleyrarskóla. Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri leiddi hann um ganganna og tóku börnin vel á móti bæjarstjóranum. Líka eitt afabarnanna sem var afar ánægt að sjá hann.

Mikilvægt að sjá heildarmyndina

Valdimar segir heimsóknirnar mikilvægar til að komast að kjarnanum, heyra um mál frá fyrstu hendi, heyra hvað starfsmenn hafa til þeirra að leggja og fá yfirsýn yfir stöðuna.

Hann hitti einnig Helgu Jakobsdóttur, settan leikskólastjóra, og Guðrún Erla Árnadóttir þroskaþjálfa í leikskólanum að Hamravöllum. Þær leiddu hann í gegnum starfið og hófst heimsóknin á söngsal.

„Ég verð nú að viðurkenna að þetta er skemmtilegasta byrjun á heimsókn hingað til,“ sagði bæjarstjórinn. Það var skiljanlegt. Börnin sungu gullfallega.

Líf á sundlaugarbakkanum

Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, og Birgir Ómar Ingason vakstjóri tóku svo í vikunni á móti bæjarstjóra í Ásvallalaug og fylgdi Aðalsteinn honum svo milli sundlauga bæjarins. Sundkennsla var í fullum gangi og vélasalur sundlaugarinnar, sem fæstir sjá, í fullum gangi.

Bæjarstjórinn hittir að ekki aðeins starfsfólk sitt. Hann býður einnig opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í gegnum símanúmerið: 585-5506.

En hvenær enda svo heimsóknirnar 70? „Ég stefni á að það í lok febrúar,“ segir Valdimar.

„Þetta hefur verið afar líflegt, lærdómsríkt. Skemmtilegt, eins og fyrstu dagarnir í embættinu. Hlakka til samstarfsins við starfsfólk og íbúa Hafnarfjarðarbæjar.“

 

Ábendingagátt