Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er af Nordic Arch.
Nýr Icelandair-heimur tók á móti Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra þegar hún heimsótti höfuðstöðvar flugfélagsins í Hafnarfirði á aðventunni. Um 550 af nú 3800 starfsmönnum félagsins hafa þar fasta aðstöðu. Þó ekki fasta í þeirri merkingu, því vinnurýmið er opið og hvert skrifborð laust í upphafi dags.
„Höfuðstöðvar Icelandair eru einstaklega glæsilegar í sínum norræna stíl og virkilega hugsað hvernig húsakynnin halda sem best utan um starfsemina,“ segir Rósa bæjarstjóri sem hefur í ár litið inn til fjölda hafnfirskra fyrirtækja í óformlegri heimsókn.
„Við Hafnfirðingar getum verið stolt af því að þetta rótgróna íslenska fyrirtæki hafi nú flutt starfsemi sína í bæinn okkar. Þetta er eftirsóttur vinnustaður á afar ákjósanlegum stað. Innilega til hamingju starfsfólk Icelandair með glæsilegt hús og aðstöðu.“
Icelandair var ekki ókunnugt svæðinu áður en uppbygging höfuðstöðvanna hófst. Þar var fyrir þjálfunarsetur flugfélagsins sem reist var árið 2014. Skrifstofuhúsnæðið er afar glæsilegt og aðstaða fyrir starfsmenn til fyrirmyndar, meðal annars líkamsræktaraðstaða og hjólageymsla, þar sem hægt er að hlaða batteríin.
Bogi Nils Bogason forstjóri og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og menningar, leiddu bæjarstjórann um húsakynnin sem geyma bóklega og verklega þjálfun áhafna, skrifstofustarfsemi, þjónustuver, þjónustuskrifstofu og stjórnstöð. Flugáhafnir koma einnig saman í húsinu áður en haldið er til Keflavíkurflugvallar.
Rósa hitti einnig Guðmund Tryggva Sigurðsson sem hafði veg og vanda af uppbyggingunni en höfuðstöðvarnar eru hannaðar af Nordic Arch, Nordic Office of Architecture. Guðmundur Tryggvi leiddi bæjarstjórann um þann hluta byggingarinnar sem enn á eftir að ganga endanlega frá.
Starfsfólk Icelandair tók fyrstu skóflustungu að nýjum höfuðstöðvum félagsins í Hafnarfirði í september 2022. Þá var stefnt á að hefja notkunina fyrir lok árs 2024. Það hefur aldeilis tekist.
Innilega til hamingju Icelandair!
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…