Bæjarstjóri með opna viðtalstíma á Thorsplani

Fréttir

Valdimar Víðisson bæjarstjóri endurtekur leikinn og verður þrívegis í öðru glerhýsanna á Thorsplani næstu vikurnar með opna viðtalstíma.

Heitt á könnunni og gott spjall

Valdimar Víðisson bæjarstjóri endurtekur nú leikinn og færir skrifstofu sína þrisvar út í annað glerhýsanna á Thorsplani . Hann býður Hafnfirðingum í gott spjall, samtal. „Mig langar að hitta fólk, heyra hvað brennur á því, hvaða hugmyndir Hafnfirðingar hafa eða bara spjalla,“ segir hann. Hvenær? 

  • Föstudaginn 22.08. kl. 11:00 – 13:00.
  • Fimmtudaginn 03.09. kl. 11:00 – 13:00.
  • Föstudaginn 26.09. kl. 12:00 – 14:00.

Ekki þarf að panta tíma heldur einungis mæta. Ekki þarf að uppfylla aldur eða ræða ákveðið málefni. Öll eru velkomin með það sem er þeim efst í huga. 

Valdimar býður þegar íbúum viðtalstíma á þriðjudagsmorgnum. Þá þarf að panta tíma í síma 585 5506. En nú er tækifæri að hitta hann auglitis til auglitis á Thorsplani. 

Valdimar hefur verið bæjarstjóri frá ársbyrjun, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá sveitarstjórnarkosningunum 2022. Hann var varabæjarfulltrúi kjörtímabilið 2018-2022. Hann flutti til Hafnarfjarðar árið 2008 og hóf störf sem aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla og varð skólastjóri árið 2013. Frá áramótum hefur hann ekki aðeins haft opnu viðtalstímana heldur heimsótt allar starfsstöðvar bæjarins. 

„Ég verð með heitt á könnunni og vonast til að ná góðu spjalli á Thorsplani,“ segir hann. 

Já, gerum gott samfélag saman!

Ábendingagátt