Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru þökkuð góð störf og fyrir góð samskipti sem og árnað heilla nú þegar leiðin lægi á þing.
„Það hefur verið einstakt að vera bæjarstjóri í sveitarfélaginu sem maður hefur alist upp í og átt allt líf sitt í,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir í pontu á sínum síðasta bæjarstjórnarfundi sem bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Einstakt og ég lagt hjarta mitt og sál í starfið.“
Fundurinn var haldinn í vikunni, miðvikudaginn 18. desember. Þar var ritað undir nýjan ráðningarsamning við næsta bæjarstjóra, Valdimar Vísison. Hann tekur við starfinu eins og samkomulag meirihlutans í upphafi kjörtímabilsins kveður á um. Hann tekur við starfinu 1. janúar.
„Þetta er búinn að vera einstaklega ánægjulegur og góður tími. Þessi 6 og hálft ár hafa liðið mjög hratt,“ sagði Rósa í pontu. „Þetta hefur verið gríðarlega fjölbreytt og skemmtilegt. Ég hef fundið mig vel í því að takast á við óvænta hluti sem oft koma upp með stuttum fyrirvara. Ég er full þakklætis fyrir að hafa notið trausts til að gegna þessu starfi í 6,5 ár og hlakka til framtíðarinnar.“
Valdimar Vísisson verðandi bæjarstjóri þakkaði Rósu fyrir hönd Framsóknarfólks fyrir góða forystu og öflugt starf.
„Hennar merki sjást á bænum og eftir þeim er tekið. Þegar maður gengur um bæinn er iðulega nefnt að mikilvægt sé að viðhalda því sem Rósa kom í verk; miðbærinn, ásýndin og svo náttúrulega þessi öfluga og góða fjármálastjórn,“ sagði Valdimar.
„Traustari manneskja er vand fundin,“ sagði hann og þakkaði fyrir gott samstarf. „Þarna er samstarfsaðili sem stendur þétt við bakið á manni og gerir áfram.“ Hann trúi því að hún verði fljótt framarlega í flokki á nýjum vettvangi eins og hennar sé von og vísa. „Takk kærlega fyrir þín góðu störf.“
Bæjarfulltrúarnir Margrét Vala Marteinsdóttir, Valdimar Víðisson, Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen á síðasta fundi Rósu sem bæjarstjóri.
Rósa Guðbjartsdóttir hefur setið í bæjarstjórn í 18 ár og verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í áratug. Hún hefur nú náð kjöri sem Alþingismaður Suðvesturkjördæmis.
„Ég er full tilhlökkunar til þeirra starfa og mun að sjálfsögðu gera mitt besta þar fyrir land og þjóð eins og ég hef lagt mig fram hér í Hafnarfirði,“ sagði hún.
Rósa verður enn bæjarfulltrúi og tekur við sem formaður bæjarráðs. „En vegna þessara nýju starfa á Alþingi hef ég ekki ákvæðið hvenær ég segi mig frá bæjarfulltrúastarfinu. Það verður að fá að koma í ljós og eftir að við höfum farið yfir málin í okkar bæjarmálahópi,“ lýsti Rósa.
„Ég tilkynni hér með að ég hef ákveðið að afsala mér rétti til biðlauna,“ sagði hún einnig og þakkaði bæjarstjórninni, samstarfsmönnum fundarins og starfsfólki öllum fyrir samstarfið og samveruna.
„… og allt sem við höfum átt saman. Ég er stolt af því sem við höfum lagt af mörkum undanfarin ár og það hefur tekist því við erum samhentur hópur. Góð samheldni og samvinna meðal allra bæjarfulltrúa,“ sagði hún. Það sé mikið lán fyrir bæjarfélagið að ekki sé hver höndin upp á móti annarri alla daga. „Við tölum okkur niður að lausn. Það skilar sér til bæjarins og bæjarbúa.“
Hún óskaði næsta bæjarstjóra alls hins besta og góðs gengis. „Gæfa og guð veri með þér í störfum þínum Valdimar,“ sagði hún. „Kærustu þakkir.“
Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og samflokksmaður Rósu þakkaði henni fyrir sinn þátt í því að gera bæjarfélagið „eins dásamlegt og það er orðið með þessum skemmtilega og jákvæða anda sem við höfum náð að skapa. Það er ekki síst fyrir tilstilli bæjarstjóra að það hefur tekist svona vel,“ sagði hún.
„Ég veit hún hefur verið vakandi yfir bæjarfélaginu nótt sem dag,“ sagði hún og óskaði henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. „Þín mun verða sárt saknað.“ Hún óskaði næsta bæjarstjóra einnig velfarnaðar.
Árni Rúnar Þorvaldsson þakkaði einnig Rósu fyrir hönd fulltrúa Samfylkingarinnar. „Það er þannig að það er tekist á og menn ekki alltaf sammála um grundvallaratriði mála og svo ekki heldur um framkvæmd einstakra mála.“ Markmið allra væru þó þau sömu, að gera góðan bæ enn betri.
„Ég þakka persónulega fyrir ánægjuleg og góð samskipti við bæjarstjóra þann tíma sem ég hef starfað í bæjarstjórn og þakka fyrir hönd okkar í Samfylkingunni og óska velfarnaðar í nýjum störfum á Alþingi,“ sagði hann.
Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar tók einnig til máls og þakkaði Rósu fyrir gott samstarf. „Samskiptin hafa alltaf verið góð. Við höfum alltaf getað tala saman og það er ómetanlegt og ég þakka þér fyrir það,“ sagði hann.
„Ég vil óska þér velfarnaðar í nýjum störfum á Alþingi og býð Valdimar Víðisson nýjan bæjarstjóra velkominn til starfa og vona að samskiptin verði áfram svona góð. Það er ágætt að takast á við Rósu. Það er oft gaman, þótt við séum ekki alltaf sammála. Ég vona að við höldum áfram að takast á, vera ósammála og berja okkur niður á niðurstöðu,“ sagði hann.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…