Bæjarstjórn ályktar um Iðnskólann

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði í ljósi þeirra viðræðna sem nú eru farnar af stað um hugsanlega sameiningu við Tækniskólann.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag ar eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði í ljósi þeirra viðræðna sem nú eru farnar af stað um hugsanlega sameiningu við Tækniskólann. Iðnskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í skólasamfélaginu í Hafnarfirði og þjónar ekki einungis þeim fjölda hafnfirskra ungmenna sem þar stundar nám heldur einnig nemendum annars staðar að af höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur þunga áherslu á mikilvægi fjölbreytts framhaldsnáms, og þá ekki síst iðnnáms, í bæjarfélaginu og óskar eftir upplýsingum og samráði um framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði. Bæjarstjórn leggur áherslu á að starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði verði áfram í bænum.“

Ábendingagátt