Bæjarstjórn einhuga í stuðningi við aukna þjónustu Strætó bs.

Fréttir

Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku til­lögu sem fel­ur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs.  Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum. 

Stjórn Stræó BS samþykkti í
síðustu viku til­lögu sem fel­ur í sér stóraukna þjónustu við farþega Strætó
bs.  Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á
kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka
leiðum. Stefnt er að því að breyt­ing­arn­ar taki gildi um ára­mót­in en
end­an­leg ákvörðun er í hönd­um Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu
(SSH). Fái til­lag­an samþykki SSH verður ekið á næt­urn­ar um helg­ar á
leiðum 1 til 6. Ennþá á eftir að klára út­færslu­atriði eins og hvort vagn­arn­ir
keyri leiðirnar á hálf­tíma fresti eða klukku­tíma fresti og hversu langt fram
á nótt.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
bókaði í gær einróma og afgerandi stuðning við tillögur stjórnar Strætó
bs, “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður eindregið tillögur stjórnar
Strætó bs. um aukna þjónustu, eins og þeim er lýst í forsendum fjárhagsáætlunar
sem samþykktar voru þann 25. ágúst sl. og vísað til umfjöllunar á
eigendavettvangi Strætó bs.” Bókunin var lögð fram sameiginlega af fulltrúum
allra flokka í bæjarstjórn og ljóst að tillaga stjórnar Strætó BS fær fullan
stuðning í Hafnarfirði.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug
Kristjánsdóttir, sem jafnframt er fulltrúi bæjarins í stjórn Strætó, var ánægð
með þann einhug sem ríkir um málið í bæjarstjórn. „Ég er ánægð með þessa
samstöðu og framsýni hjá okkur Hafnfirðingunum enda mun þetta þýða aukna
þjónustu fyrir bæjarbúa.“

Stjórn SSH hitt­ist 4. sept­em­ber
og kem­ur þá í ljós hvort tillaga stjórnar Strætó bs hlýtur braut­ar­gengi. 

Ábendingagátt