Bæjarstjórn með í landsleik

Fréttir

Bæjarstjórn hefur ákveðið að skrá sig til leiks í Landsleik í lestri og skrá lestur sinn á bókum, skýrslum og greinargerðum næsta mánuðinn. Bæjarstjórnin ætlar að virkja fjölskyldur sínar með í þetta verðuga læsisverkefni.

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðarbæjar hefur ákveðið að skrá sig til leiks í Landsleik í lestri og
þar með skrá lestur sinn á bókum, skýrslum og greinargerðum næsta mánuðinn. Það
sem meira er þá ætlar bæjarstjórnin að virkja fjölskyldur sínar með í þetta
verðuga læsisverkefni.

Á sjálfan Bóndadaginn fór af stað landsátakið – Landsleikur
í lestri – þar sem Íslendingar allir eru hvattir til virkrar þátttöku.  Er þetta í annað sinn sem Landsleikur í
lestri fer fram og standa vonir til þess að þetta verkefni verði til framtíðar.
Hafnarfjarðarbær tók virkan þátt í fyrra og ætlar að taka enn virkari þátt nú í
ár.  Bæjarstjórnin í Hafnarfirði ætlar að
sýna gott fordæmi í þessum efnum og hefur nú skráð lið til leiks sem
samanstendur af bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra, mökum og krökkum á öllum
aldri. Landsleikurinn þykir tala vel saman við verðug lestrarverkefni sem í
gangi eru þessa dagana innan skóla Hafnarfjarðarbæjar.  Sér bæjarstjórnin hér kjörið tækifæri til að
taka beinan þátt í einu af þeim lestrarverkefnum sem í gangi eru. Opnar þetta
verkefni á þátttöku allrar fjölskyldunnar, skráningu á kvöldlestri með börnunum,
vinnutengdum lestri og lestri til einskærrar ánægju og yndisauka.

Lestur gerir lífið einfaldlega skemmtilegra!

Ábendingagátt