Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á vormánuðum var öllum nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2021 boðið að taka þátt í hlutverkaleik í fundarsal bæjarstjórnar í Hafnarborg. Þar gafst nemendum tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og samhliða kynna sér yfirstandandi myndlistarsýningu. Verkefnið lukkaðist vel, margir nemendahópar sóttu Hafnarborg heim og búið að ákveða að verkefnið verði hluti af fræðslu- og kynningarstarfi Hafnarborgar.
Á vormánuðum stóð öllum nemendum í 10. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar vorið 2021 til boða að taka þátt í hlutverkaleik í fundarsal bæjarstjórnar í Hafnarborg. Þar gafst nemendum tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag og samhliða kynna sér yfirstandandi myndlistarsýningu. Verkefnið lukkaðist vel, margir nemendahópar sóttu Hafnarborg heim og búið að ákveða að verkefnið verði hluti af fræðslu- og kynningarstarfi Hafnarborgar.
Nemendur í 10. bekk í Áslandsskóla eru meðal þeirra sem fóru á kostum í hlutverkaleiknum Bæj-Ó-Pólý.
Undirbúningur fyrir verkefnið fór fram í skólastofu nemendahópanna undir handleiðslu kennara en verkefninu fylgdi fræðslupakki með stuttum spurningaleik og myndbandi sem útskýrir hvernig bæjarstjórn Hafnarfjarðar virkar. Verkefnið sjálft fór fram í Hafnarborg undir handleiðslu Ólafar Bjarnadóttur fræðslufulltrúa safnsins. Að lokinni stuttri leiðsögn um yfirstandandi sýningu skiptu nemendur sér upp í nokkra hópa í fundarsal bæjarstjórnar til þess að fjalla um eigin hugmyndir og tillögur sem lagðar eru fyrir fundinn. Hver hópur ræddi hverja tillögu með það fyrir augum að komast að niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum. Að lokum fóru nemendur í hlutverk bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi og völdu hvaða tillögur væru vænlegastar til að senda áfram til úrvinnslu og skoðunar hjá Ungmennaráði Hafnarfjarðar.
Í 12. grein Barnasáttmála SÞ er börnum tryggður réttur til að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum er þau varða. Í Bæjarstjórn unga fólksins er unnið með hugmyndir nemendanna sjálfra og í gegnum hlutverkaleik eru málin til lykta leidd með starfsháttum og verkferlum í takt við samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar. Verkefnið stuðlar þannig að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu með virkri tengingu við menningarlíf. Verkefnið fékk styrk úr Barnamenningarsjóði vorið 2020 en vegna takmarkana á samkomum og skólahaldi tókst ekki að hefja það fyrr en vorið 2021. Fyrsti hópurinn tók þátt í verkefninu þann 28. apríl s.l. Næsta vetur er svo gert ráð fyrir að verkefnið verði hluti af almennu fræðslustarfi Hafnarborgar.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…