Bæjaryfirvöld brýna þingmenn og ráðherra samgöngumála

Fréttir

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði sendi í gær þingmönnum Suðvesturkjördæmis, fjárlaganefnd og Samgönguráðherra bréf þar sem hann minnir alla þessa aðila á ályktun sem samþykkt var á fjölmennum íbúafundi þann 17. október síðastliðinn þar sem fulltrúar allra stjórnmálaflokka vöru mættir. Fundurinn samþykkti þá eftirfarandi ályktun:

„Íbúafundur um samgöngumál í Hafnarfirði skorar á stjórnvöld að tryggja áframhaldandi úrbætur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Tryggt verði að framkvæmdir við gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu hefjist á næsta ári og að jafnframt verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krísuvíkurvegi.“

Bæjarstjórinn bendir einnig á að fátt skorti nema vilja „Hönnun á Reykjanesbrautinni frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg liggur fyrir því er hægt að hefja framkvæmdir með stuttum fyrirvara,“ segir Bæjarstjórinn í bréfinu og harmar að að nú rétt rúmlega einum og hálfum mánuði eftir kosningar sé metnaður fyrir eflingu umferðaröryggis bæjarbúa, landsmanna og allra gesta sem landið heim sækja á þessum kafla með öllu horfin.

 Hvergi er minnst á þessar aðgerðir í fjárlögum fyrir árið 2018 en á sama tíma spáir ISAVIA aukinn komu erlendra gesta til landsins sem þýðir enn meira álag á Reykjanesbrautina á þessum einfalda kafla hennar í gegnum Hafnarfjörð. Á sama tíma er mikil uppbygging í Vallahverfinu, bæði í formi atvinnu og innviðauppbyggingu. Sem dæmi hefur Icelandair fært stóran hluta starfsemi sinnar í hverfið og verið er að reisa grunnskóla uppá tæpa fjóra milljarða í hverfinu í viðbót við þann sem nú þegar stendur í hverfinu.

Í bréfinu er einnig bent á þá staðreynd að ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu búi við það að þjóðvegur liggi í gegnum bæjarfélagið með aðeins eina akrein í sitt hvora áttina. Að það skuli líka vera sá hluti þjóðvegarins sem liggi frá höfuðborginni að einum fjölfarnasta alþjóðlega flugvelli í Norður-Evrópu hlýtur að skjóta skökku við.

Bæjaryfirvöld skora á þingmenn að koma þessu brýna máli á fjárlög fyrir árið 2018 því að við þetta umferðaróöryggi og vöntun á viðunandi samgöngum verður ekki unað. 

Bréf bæjarstjórans má lesa hér: Varða: Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg

Ábendingagátt