Bækur og bíó í Setbergsskóla

Fréttir

Skapandi og fræðandi verkefni um samspil bókmennta og kvikmynda var unnið í Setbergsskóla í viku Bóka- og bíóhátíðar barnanna 2016.

Í tilefni af menningarhátíðinni, Bóka- og bíóhátíð barnanna, unnu nemendur í 2. ARP í Setbergsskóla verkefni út frá fyrstu bók Hafnfirðingsins Guðrúnar Helgadóttur. Fyrsta bók hennar er um hina uppátækjasömu tvíburabræður Jón Odd og Jón Bjarna sem kom út árið 1974 og urðu bækurnar þrjár um þá bræður.

Samspil bókmennta og kvikmynda – Jón Oddur og Jón Bjarni

Börnin teiknuðu hugarkort um þessa skemmtilegu sögu þar sem þau töldu allt upp sem þau vissu um söguna ásamt því að læra ýmislegt um bakgrunn hennar. Krakkarnir enduðu svo á því að horfa á kvikmyndina Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Þráinn Bertelsson sem er byggð á sögu bókanna. Þetta var skapandi, skemmtilegt og fræðandi verkefni um samspil bókmennta og kvikmynda. Verkefnið var innblásið af frábærri menningarhátíð sem Hafnarfjarðarbær stendur fyrir. 

Tilkynningu og myndir frá Setbergsskóla má sjá hér

Ábendingagátt