Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Allt að 350 ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem sóttu um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2021 fá boð um starf. Sumarið 2020 fengu 260 ungmenni sumarstarf og í venjulegu ári eru sumarráðningar í þessum aldurshópi um 150.
Allt að 350 ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem sóttu um starf hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumarið 2021 fá boð um starf. Sumarið 2020 fengu 260 ungmenni sumarstarf og í venjulegu ári eru sumarráðningar í þessum aldurshópi um 150. 80 ungmenni til viðbótar verða ráðin í gegnum sumarátaksverkefni yfirvalda og Vinnumálastofnunar auk þess sem öll börn og ungmenni á aldrinum 14-17 ára fá boð um starf. Samhliða mun bærinn ráða 25 einstaklinga í gegnum ,,Hefjum störf“ verkefni yfirvalda og Vinnumálastofnunar.
Ákvörðunin er hluti af eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðum sveitarfélagsins sem miða að því að tryggja mikilvægum hópi virkni og reynslu næstu vikur og mánuði. Þessi aukni stuðningur bæjaryfirvalda í Hafnarfirði hljóðar upp á 250 milljónir króna eða um 100 störfum fleiri en í fyrra og 200 störfum fleiri en í venjulegu ári. Viðauki fyrir innspýtingu og ígjöf var samþykktur á fundi bæjarráðs fyrr í dag og verður hann lagður fram til samþykktar á fundi bæjarstjórnar 26. maí. Umsóknarfrestur um sumarstörf er runninn út en enn opið fyrir skráningar á biðlista í vinnuskóla. Stór hluti hópsins mun starfa í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem leiðbeinendur á leikskóla, á íþrótta- og leikjanámskeiðum fjölda félaga í bænum og í fjölskyldugörðum, sem flokkstjórar í Vinnuskóla Hafnarfjarðar og í garðyrkju- og umhverfishópum. Einnig verður starfandi hópur hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar á sviði lista og menningar. Um 80 einstaklingar munu einnig fara í ný og sérhæfð verkefni á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. Þessi verkefni taka meðal annars til miðlunar og stafrænnar þróunar, úttekta á gönguleiðum í Hafnarfirði, skráningu stríðsminja, upplýsingamiðstöðvar á hjólum, heilsueflingar eldri borgara og áhættumats kennsluhugbúnaðar í leik- og grunnskólum. Hópurinn mun bæði vinna á vettvangi verkefna og í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn sem sett var upp síðasta sumar.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir reynsluna af atvinnuskapandi aðgerðum bæjarins sumarið 2020 góða. Það sé mikilvægt að fylgja aðgerðum síðasta árs eftir með áframhaldandi innspýtingu. „Það er eitt af hlutverkum ábyrgs bæjarfélags að tryggja ungmennum virkni og vinnu yfir sumartímann. Eins og staðan er núna þá eru umsóknir rétt umfram framboð starfa en vonir standa til að staðan í atvinnulífinu fyrir þennan aldurshóp sé að vænkast og að einhver hópur umsækjenda sé þegar kominn með starf annars staðar. Vonandi náum við, þegar uppi er staðið, að tryggja sem flestum og helst öllum 25 ára og yngri sumarstarf hjá bænum“ segir Rósa. Í venjulegu ári er kostnaður við Vinnuskóla Hafnarfjarðar um 240 milljónir króna en sumarið 2020 varð raunkostnaður um 460 milljónir króna. Heildarkostnaður fyrir sumarið 2021 liggur ekki fyrir en áætlanir gera ráð fyrir að hann rúmist innan þess viðauka sem samþykktur var í bæjarráði í dag. „Við munum líkt og í fyrra sjá víða merki þess í bæjarlandinu og bæjarlífinu að vera með öfluga hópa fólks við störf á fjölbreyttu sviði og það meðal annars við umhirðu og fegrun bæjarins“. Umsóknarfrestur í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir 14-17 ára rennur út 31. maí.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…