Bærinn innleiðir Beanfee

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samstarfs við Beanfee ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í hegðunarþjálfun. Beanfee hefur undanfarin ár unnið að þróun á verkfærinu í samstarfi við sveitarfélagið og Háskóla Íslands og hafa rannsóknir á vegum HÍ þegar sýnt fram á góða virkni þess sem stuðningur við nám og jákvæða hegðun.

Nýtt verkfæri til vinnu með hegðunar- og námsvanda

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samstarfs við Beanfee ehf., fyrirtæki sem sérhæfir sig í hegðunarþjálfun. Beanfee hefur undanfarin ár unnið að þróun á verkfærinu í samstarfi við sveitarfélagið og Háskóla Íslands og hafa rannsóknir á vegum HÍ þegar sýnt fram á góða virkni þess sem stuðningur við nám og jákvæða hegðun.

Hugbúnaður sem veitir aðhald og stuðning í rauntíma

Verkfærið, sem einnig ber nafnið Beanfee, er hugbúnaður sem tengir nemanda í þjálfun við starfsfólk skóla og forsjáraðila, með það að markmiði að veita aðhald og stuðning í rauntíma. Til að hvetja nemandann til dáða er sett upp tvöfalt verðlaunakerfi í formi umbunar og afreksmerkja, sem skóli og heimili sjá um að fylgja eftir í sameiningu. Beanfee býður einnig upp á öfluga upplýsingamiðlun sem fræðir notendur um það sem þeir þurfa að vita til að ná árangri.

Innleiðing hafin í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar

Innleiðing Beanfee stendur nú yfir í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar og verður eitt af verkfærum Brúarinnar, verklags sem eflir stuðning og þjónustu við börn í leik- og grunnskólum. Brúin er í takt við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) sem tóku gildi hér á landi þann 1. janúar 2022. Beanfee er verkfæri sem hægt er að vinna með á öllum þjónustustigum innan verklags Brúarinnar og farsældarlaganna.  Rannsóknir gefa til kynna að með Beanfee sé hægt að ná árangri í ýmsum málum sem snúa að hegðunar- og námshvatavanda og áður hafa reynst erfið úrlausnar. Beanfee er þó einnig hægt að nýta til þess að hvetja fólk til árangurs við nánast hvaða athöfn sem er. Beanfee ehf. stefnir að áframhaldandi rannsóknum á virkni hugbúnaðarins með Háskóla Íslands.

Facebooksíða Beanfee

Vefur Beanfee 

Ábendingagátt