Bærinn innleiðir Workplace

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur tekið í notkun Workplace by Facebook samskiptamiðilinn fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Workplace er ætlað að bæta flæði upplýsinga, þekkingarmiðlun og samskipti ásamt því að auka afköst og bæta verkferla í sameiginlegum verkefnum þvert á starfsemina.

Fyrsta sveitarfélagið
til að innleiða Workplace samskiptamiðilinn

Hafnarfjarðarbær hefur
tekið í notkun Workplace by Facebook samskiptamiðilinn fyrir starfsmenn
sveitarfélagsins. Miðillinn byggir á sömu eiginleikum og Facebook en er sérsniðinn
fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið
á Íslandi til að taka miðilinn í notkun. Workplace er ætlað að bæta flæði
upplýsinga, þekkingarmiðlun og samskipti ásamt því að auka afköst og bæta
verkferla í sameiginlegum verkefnum þvert á starfsemina.

Rúmlega 1.600
starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fengu aðgang að miðlinum í morgun

Eftir að hafa lagst yfir fjölmargar lausnir að nýjum innri
vef fyrir sveitarfélagið var ákveðið að innleiða samskiptamiðilinn Workplace
sem er í eigu Facebook. Workplace er lokaður samfélagsmiðill sem tengist með
engum hætti persónulegum Facebook reikningi starfsmanna. Hafnarfjarðarbær fékk
tækifæri til að taka þátt í innleiðingarfasa á samskiptamiðlinum og hefur nú á
aðeins tæpum fjórum vikum innleitt kerfið og kynnt fyrir þeim rúmlega 1.600
starfsmönnum sem starfa vítt og breytt um bæinn við fjölbreytt störf og það á
tæplega 70 starfsstöðvum.  Workplace
byggir á notendaviðmóti sem flestir þekkja frá Facebook ásamt viðbótarvirkni
sem hentar fyrirtækjum og stofnunum. „Það
þekkja nánast allir virknina og því ættu flestir að geta tekið virkan þátt frá
upphafi eða fengið góða aðstoð frá samstarfsfélögum sínum“
segir Árdís
Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. „Valinn hópur starfsmanna og stjórnenda hefur síðustu daga og vikur
prófað virknina og sett upp hópa sem henta grunnskólunum okkar, leikskólunum,
sundlaugunum og öðrum starfsstöðvum. Miðillinn er því 100% tilbúinn til
notkunar og buðum við alla starfsmenn sveitarfélagins til leiks nú í morgun með
veislu á hverjum stað fyrir sig“.
Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður með
margar starfsstöðvar og fjölbreytt verkefni á sviði fjölskyldumála, fræðslumála,
skipulagsmála, umhverfismála, fjármála og stjórnsýslu. Workplace miðillinn er
til þess fallinn að tengja alla þessa málaflokka og þar með starfsstaði betur saman,
tryggja að viðeigandi upplýsingar berist til starfsmanna og að starfsmenn geti sjálfir
með beinum hætti sýnt í máli og myndum þann fjölbreytileika sem ríkir í
starfsemi sveitarfélagsins. „Við höfum um
nokkurt skeið leitað að lausn sem gerir starfsemina sýnilegri, eflir
starfsmenninguna og gerir okkur að einum vinnustað. Við erum ákaflega stolt af
því að vera fyrsta íslenska sveitarfélagið til að innleiða Workplace. Facebook
kippti okkur fram fyrir langa biðröð fyrirtækja þannig að eitthvað þótti þeim
spennandi að fá sveitarfélag til liðs við sig“
segir Árdís að lokum.

 

Ábendingagátt