Bærinn minn 2035 – hver er þín framtíðarsýn?

Fréttir

Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í heildstæðri stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Í verkefninu er horft til þess að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið til ársins 2035 sem styðji við árlega markmiðasetningu. Kallað er eftir þátttöku íbúa í mótun þessarar framtíðarsýnar og heildstæðrar stefnumótunar allt til ársins 2035.

Kallað er eftir þátttöku íbúa í mótun framtíðarsýnar og stefnu fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í heildstæðri stefnumótun fyrir Hafnarfjörð. Í verkefninu er horft til þess að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið til ársins 2035 sem styðji við árlega markmiðasetningu. Kallað er eftir þátttöku íbúa í mótun þessarar framtíðarsýnar og heildstæðrar stefnumótunar allt til ársins 2035.

Gáttin er opin til og með 14. febrúar. Taktu þátt! 

Íbúar Hafnarfjarðar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að taka virkan þátt í verkefninu og leggja þannig sitt af mörkum um bestu mögulegu framtíðarsýn fyrir bæinn. Sérstöku svæði hefur verið komið upp á vefnum Betri Hafnarfjörður þar sem íbúar geta sent inn hugmyndir og tillögur að áhersluþáttum. Yfirflokkar á Betri Hafnarfirði eru þrír og tengjast þeir ákveðnum meginmarkmiðum. Þessir flokkar og meginmarkmið snúa að: 

  1. heilsu, menntun og menningu
  2. samfélagi og umhverfi 
  3. atvinnulífi, búsetu og þjónustu

Undir hverjum flokki geta íbúar á auðveldan hátt komið hugmyndum sínum að áherslum á framfæri og skoðað og líkað við hugmyndir annarra. 

Víðtækt samráð og samtal um áherslur

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að ná sem víðtækustu samráði og samtali um áherslurnar sem aftur verða vísir að þeirri vegferð sem framundan er hjá bænum. Þegar hafa nokkrir fundir verið haldnir með ólíkum hópum m.a. með atvinnulífinu, starfsfólki bæjarins, fulltrúum ungs fólks, aldraðra og innflytjenda. Heimsmarkmið og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna eru höfð til hliðsjónar og eru mikilvægt leiðarljós bæjarins í þessari vinnu.

Hugsum stórt og deilum okkar hugmyndum! 

Ábendingagátt