Bærinn þakkar fyrir faglegt framlag til 25 ára

Fréttir

Í ár hlutu 18 starfsmenn 25 ára starfsaldursviðurkenningu og er samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps 450 ár. Þessum árum hefur starfsfólk varið af áhuga, fagmennsku og þekkingu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins.

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin

Hafnarfjarðarbær hefur til átta ára veitt öllum þeim sem starfað hafa hjá bænum í 25 ár og 15 ár viðurkenningu og þakklætisvott fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Viðurkenningar fyrir 15 ára starfsaldur eru veittar á hverjum starfsstað en þeim sem fagna 25 ára starfsaldri hjá sveitarfélaginu er boðið til hátíðar í Hafnarborg af því tilefni. Í ár hlutu 18 starfsmenn 25 ára starfsaldursviðurkenningu og er samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps 450 ár. Þessum árum hefur starfsfólk varið af áhuga, fagmennsku og þekkingu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins. Viðurkenningarhátíðin er orðin að árlegri hefð og ómissandi hluti uppskeru árangurs og ávaxtar í starfsmannahópi bæjarins.

Þeir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Anna Björk Baldursdóttir – leikskólinn Arnarberg
  • Anna Björk Brandsdóttir – leikskólinn Hlíðarendi
  • Guðný Elíasdóttir – leikskólinn Hörðuvellir
  • Hafdís Baldursdóttir – Skarðshlíðarskóli
  • Hafdís Sigmarsdóttir – Hvaleyrarskóli
  • Hafsteinn Kúld Pétursson – Lækjarskóli
  • Halldóra Einarsdóttir – leikskólinn Hlíðarberg
  • Hallgerður Kristinsdóttir – þjónustuver
  • Helga Huld Sigtryggsdóttir – Skarðshlíðarskóli
  • Hjördís Jónsdóttir – Áslandsskóli
  • Hrafnhildur Hartmannsdóttir – leikskólinn Arnarberg
  • Hulda Þórarinsdóttir – leikskólinn Álfaberg
  • Inga Kristín Guðmannsdóttir – leikskólinn Hlíðarendi
  • Linda Hrönn Helgadóttir – Hraunvallaskóli
  • Peter Tompkins – Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
  • Særún Hrund Ragnarsdóttir – leikskólinn Hlíðarberg
  • Sigurlína Ellertsdóttir – leikskólinn Norðurberg
  • Þröstur Þorbjörnsson – Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

Þakkaði Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra, hópnum fyrir vel unnin störf og tryggð við Hafnarfjarðarbæ fyrir hönd bæjarstjóra, íbúa, samstarfsfólks og bæjarstjórnar og flutti hverjum og einum fagleg og falleg orð sem stjórnendur og/eða samstarfsfélagar á starfsstöð settu saman af tilefninu.

Orðaský yfir eiginleika starfsfólks

Samviskusemi. Stundvísi. Sveigjanleiki. Ábyrgð. Þolinmæði. Traust. Áhugi. Alúð. Virðing. Umhyggja. Frumkvæði. Fagmennska. Virk hlustun. Heilindi. Gleði. Sköpun. Hugmyndaauðgi. Heilsa. Metnaður. Farsæld. Samskiptafærni. Félagslyndi. Dómgreind. Rökfesta. Þrautseigja. Dugnaður. Reynsla. Trú. Heiðarleiki. Hamingja. Árangur. Víðsýni. Jákvæðni. Kraftur. Orka. Nýsköpun. Hlýja. Kærleikur. Gróska. Kjarkur. Lausnaleit. Skemmtun. Áreiðanleiki. Hógværð. Nærgætni. Hollusta.

Takk fyrir ykkur kæra starfsfólks!

Ábendingagátt