Bættar starfsaðstæður sem draga úr álagi

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu vikur og mánuði verið að vinna með niðurstöður skýrslu sem unnin var í vetur um starfsaðstæður á leikskólum bæjarins.

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu vikur og mánuði verið að vinna með niðurstöður skýrslu sem unnin var í vetur um starfsaðstæður á leikskólum bæjarins.  Í samræmi við niðurstöðum hennar hefur Hafnarfjarðarbær verið að vinna að bættu starfsumhverfi og aðstöðu bæði barna og starfsfólks leikskólanna. Í þessum endurbótum er meginmarkmið að minnka álag á börn og starfsfólk skólanna.

Aukning á undirbúningstíma og yfirvinnustundum til starfsmanna leikskóla

Í fjárhagsáætlun þessa árs er samþykkt fyrir aukningu á undirbúnings – og yfirvinnustundum starfsmanna, jafnt hjá faglærðum sem og ófaglærðum um eina klst., þetta var kærkomin aukning, því þar skapast aukið svigrúm til þess að koma til móts við þau fjölmörgu verkefni sem leikskólinn fæst við á hverjum degi.

Aukið fjármagn var sett inn á hvern og einn leikskóla til þess að koma enn frekar til móts við álag sem skapast vegna mönnunarvanda sem og til að efla innra starf skólanna.

Endurbætur strax áþreifanlegar í haust

Frá og með innritun nú í ágúst eru stigin mikilvæg skref í því að auka rými með það að leiðarljósi að færri börn verða í barnahópum en einungis er talið til leikrýmis það rými sem börnin hafa aðgang að. En áður var flest allt rými leikskólans talið með sem leikrými þrátt fyrir að börn færu aldrei í þau rými.

Í undirbúningi síðan frá áramótum

Í desember sl. var stofnaður starfshópur sem hafði það að markmiði að skoða bættar starfsaðstæður í leikskóla og komu margar góðar tillögur þar fram. Skýrsla starfshópsins var lög fyrir fræðsluráðs í dag og fræðslustjóra falið að vinna áfram með tillögur og setja upp aðgerðaráætlun í samráði við fræðsluráð með það að markmiði hvernig bæta megi enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og minnka álag í leikskólum. 

Barnvænt samfélag

Umræður um framtíðarsýn og vistunartíma barna, styttingu vinnuviku og allt sem hefur það að markmiði og getur stuðlað að barnvænu samfélagi og þátttöku sveitarfélagsins í að stuðla að jákvæðri þróun í þeim efnum er og verður haft að leiðarljósi í stefnumótun bæjarins. 

Ábendingagátt