Bara tala-appið eflir erlent leikskólastarfsfólk í íslensku

Fréttir

Starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar geta nýtt Bara tala-appið gjaldfrjálst. Appið er fyrir þau sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og eru að fóta sig í tungumálinu.

Á íslensku með hreim má alltaf finna svar

Starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar getur nýtt Bara tala-appið gjaldfrjálst. Appið er hugsað fyrir starfsfólk sem vill styrkja sig í grunnfærni í íslensku. Það hentar því ekki lengra komnum.

Til að byrja með býðst aðeins mannauðnum á leikskólum bæjarins appið. Starfsfólk sem hefur áhuga fær sendan link í sms-i og málið er klappað og klárt. Innleiðing stendur nú yfir. Kennt er með myndum og hljóðum. Það er því ekki nauðsynlegt að kunna ensku til að læra íslenskuna.

Leikskólaorðaforði í appinu í vor

Appið er mikið framfaraskref. Það er enn að eflast. Sérstakur flokkur kemur inn í appið í vor sem verður sérsniðinn að orðaforða í leikskólastarfi. Þegar þar að kemur verður haft samráð um þau orð sem þar þurfa að vera.

Appið Bara tala kennir íslenska tungu eins og börn læra tungumál. Forritið styðst við gervigreind og íslenskri máltækni. Lögð er áhersla á framsögn, framburð, samtöl og orðaforða.

Kostir appsins eru margir en þeir helstu að það gefur lykil að samfélaginu. Einn sá mesti er að það skilur þegar fólk talar með hreim. Það er afar mikilvægt – enda er íslenskan allskonar í dag.

Hvatningarkveðja. Áfram íslenska.

  • Nánar um appið hér
Ábendingagátt