Sýnilegur árangur aðgerða

Fréttir

Á meðan gjaldskrárhækkanir leikskóla eru almennt að eiga sér stað meðal stærstu sveitarfélaga landsins, skv. verðlagseftirliti ASÍ, stendur Hafnarfjarðarbær nánast í stað milli ára. Umbætur eru farnar að skila sér.

Á meðan gjaldskrárhækkanir leikskóla eru almennt að eiga sér stað meðal stærstu sveitarfélaga landsins, skv. verðlagseftirliti ASÍ, er Hafnarfjarðarbær eitt fimm sveitarfélaga sem nánast stendur í stað milli ára. Sveitarfélagið var í sjötta sæti árið 2014, á yfirliti ASÍ yfir lægstu leikskólagjöldin, en vermir nú fjórða sætið. Umbætur í rekstri og endurhugsun á ferlum og skipulagi er að skila sér beint til meðal annars barnafjölskyldna í Hafnarfirði.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæðis hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins á tímabilinu 1. febrúar 2015 – 1. janúar 2016. Niðurstöður voru kynntar á dögunum. Nokkuð mikill verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélagana fyrir átta tíma vistun ásamt fæði – sjá mynd hér fyrir neðan. Mesta gjaldskrárhækkunin var 5,3% en að jafnaði samsvarar hækkun 3-5%. Hækkunin var mun minni hjá Hafnarfjarðarbæ og fimm öðrum sveitarfélögum eða um 1%.  Hjá Hafnarfjarðarbæ er gjaldið 32.937.- kr árið 2016 í samanburði við 32.583.- kr. leikskólagjald á síðasta ári. Hækkun upp á kr. 354.- á mánuði skýrist af hækkandi verðlagi fæðis.

SamanburdurLeikskolagjold2016

„Ég fagna því að nú erum við farin að sjá sýnilegan árangur af þeirri miklu umbótavinnu sem við vorum að vinna að á síðasta ári.  Í stað þessa að horfa á það að hækka álögur á íbúa þá ákváðum við að leggja áherslu á að lækka rekstrargjöld sveitarfélagsins. Gjaldskrá vegna leikskóladvalar helst óbreytt annað árið í röð, árangurinn er orðinn sýnilegur og íbúar farnir að njóta þessa. Þessar niðurstöður staðfesta það“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar um niðurstöðurnar. 

Ábendingagátt