Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert nýjan samstarfsamning varðandi þjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sem gildir út skólaárið 2023/2024. Áhersla er lögð á farsæld allra barna í barnvænu sveitarfélagi.
Hafnarfjarðarbær og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert nýjan samstarfsamning varðandi þjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sem gildir út skólaárið 2023/2024.
Kjarninn í samstarfinu er forvarnanámskeiðið Verndarar barna sem eykur hæfni starfsfólks bæjarins við að greina einkenni ofbeldis og vinna að forvörnum gegn meðal annars kynferðislegu ofbeldi á börnum og ungmennum auk fræðslu um eigin mörk í samskiptum við börn og ungmenni. Rúmlega 1000 starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hafa fengið fræðsluna frá árinu 2009 en þá hófst formlegt samstarf um þetta mikilvæga forvarnarverkefni. Árangur samstarfsins þessi ár endurspeglast einna helst í auknu öryggi starfsfólks og réttum viðbrögðum þegar spurningar vakna og upp koma mál sem kalla á ráðgjöf og aðstoð til handa hafnfirskum fjölskyldum.
Á tímabilinu verður lögð sérstök áhersla á að fræða skólastjórnendur, deildarstjóra og sérkennslustjóra í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar. Fræðslan stendur nýju starfsfólki grunnskólanna til boða í ágúst sem liður í móttökuáætlun og undirbúningi fyrir nýtt skólaár. Einfölduð og styttri útgáfa af fræðslunni verður jafnframt í boði á tímabilinu fyrir starfsfólk íþróttahúsa, þjálfara íþróttahreyfingarinnar og stjórnir íþróttafélaga. Fræðslan miðar að því að þátttakendur fræðist og þjálfist í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við hvers kyns ofbeldi þ.m.t. kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.
Á myndinni eru Linda Hrönn Þórisdóttir leiðtogi innlendra verkefna Barnaheilla, Berglind Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem vinna að réttindum og velferð barna um allan heim með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Megináhersla er lögð á vernd gegn ofbeldi á börnum og er Verndarar barna eitt stærsta verkefni Barnaheilla. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á farsæld allra barna og vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla starfsemi sveitarfélagsins. Með öflugu samstarfi við fjölbreytta fagaðila og skólasamfélagið í heild stuðlar Hafnarfjarðarbær að meðvitaðra og öruggara umhverfi og barnvænna sveitarfélagi.
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…