Barnaskóli Hjallastefnunnar syndir í Hrafnistu í vetur

Fréttir

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hrafnistu og Barnaskólans undirrituðu samkomulag í vikunni þar sem tryggt er að nemendur Barnaskólans geti notað sundlaugina í Hrafnistu í vetur. Á Hrafnistu er að finna kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og starfar allt árið um kring

Sundkennsla nemenda í Barnaskóla
Hjallastefnunnar í Hafnarfirði fer fram á Hrafnistu í vetur.

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar,
Hrafnistu og Barnaskólans undirrituðu samkomulag í vikunni þar sem tryggt er
að nemendur Barnaskólans geti notað sundlaugina í Hrafnistu í vetur. Á Hrafnistu er að finna
kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og
starfar allt árið um kring. Þá daga sem sundkennsla fer fram er kraftur og hreysti við völd hjá
börnum jafnt sem kennurum því fyrir og eftir sundkennsluna ganga þau saman innan
hverfis til og frá Barnaskólanum. 

Sundfulltruar

Ábendingagátt