Bergið Headspace fékk allan ágóða Flensborgarhlaupsins

Fréttir

Bergið Headspace fengu á afmælisdegi Flensborgarskóla, þann 1. október síðastliðinn, afhentan styrk að upphæð 400.000. – kr. Allur ágóði af Flensborgarhlaupi ársins sem hlaupið var 17.september rann til Bergsins og mun styrkurinn vera nýttur til að veita ungu fólki upp að 25 ára aldri ráðgjöf og stuðning. Heilsubærinn Hafnarfjörður styrkti Flensborgarhlaupið og þar með Bergið um 100.000.- kr.

Bergið Headspace fengu á afmælisdegi Flensborgarskóla, þann 1. október síðastliðinn, afhentan styrk að upphæð  400.000. – kr. Allur ágóði af Flensborgarhlaupi ársins sem hlaupið var 17.september rann til Bergsins og mun styrkurinn vera nýttur til að veita ungu fólki upp að 25 ára aldri ráðgjöf og stuðning. Heilsubærinn Hafnarfjörður styrkti Flensborgarhlaupið og þar með Bergið um 100.000.- kr.

Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks

Markmið Bergsins er að bjóða upp á lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Fagaðilar Bergsins veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna með það fyrir augum að bæta líðan þeirra, efla þátttöku þeirra og þekkingu samhliða því að auka tengsl þeirra við samfélagið. Bergið vill vera leiðandi afl í að þróa þjónustu fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks. 

Facebooksíða Bergsins er https://www.facebook.com/bergidheadspace/

Til hamingju með styrkinn Bergið Headspace og Flensborgarskóli með afmælið þann 1. október og þetta frábæra árlega góðgerðarframtak sem Flensborgarhlaupið er!

Ábendingagátt