Bergið headspace veitir ungmennum fría ráðgjöf

Fréttir

Í upphafi mars var undirritaður samningur við Bergið headspace um fría ráðgjöf á þeirra vegum, staðsetta í Hamrinum ungmennahúsi Hafnfirðinga.

Í upphafi mars var undirritaður samningur við Bergið headspace um fría ráðgjöf á þeirra vegum, staðsetta í Hamrinum ungmennahúsi Hafnfirðinga. Ráðgjöf Bergsins headspace byggir á hugmyndafræði um auðvelt aðgengi og er fullum trúnaði heitið auk þess sem ráðgjöfin er öllu leyti ókeypis. 

Ráðgjafi Bergsins verður til staðar í Hamrinum alla mánudaga og hægt er að bóka viðtal á heimasíðu þeirra www.bergid.is eða með að senda tölvupóst á mgm@hafnarfjordur.is, hringja í 6645551 eða hafa samband við starfsfólk Hamarsins í gegnum síður þeirra á Facebook eða Instagram. Hamarinn er ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára í gömlu skattstofunni að Suðurgötu 14 sem starfar eftir gildum jafnréttis, vináttu og vellíðunar.

Við hvetjum öll hafnfirsk ungmenni á aldrinum 13-25 ára að kynna sér þessa góðu þjónustu og nýta sér hana.

BergidHeadspaceMars2021Á myndinni eru Geir Bjarnason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar og Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdarstjóri Bergsins headspace

Ábendingagátt