Bergsprengingar á Reykjanesbraut halda áfram

Fréttir

Bergsprengingar, sem hófust við Reykjanesbrautina í síðustu viku, halda áfram þessa vikuna. Sú fyrsta í dag kl. 12:45. Verktaki stöðvar alla umferð á Reykjanesbraut í nokkrar mínútur á meðan þeim stendur

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót sem staðið hafa yfir frá því haustið 2019 halda áfram og eru verklok þessa áfanga áætluð 1. nóvember 2020.  Við bendum á upplýsingasíðu um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði en tvöföldun brautarinnar er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar.

Sprengingar næstu vikurnar

Bergsprengingar, sem hófust við Reykjanesbrautina í síðustu viku, halda áfram þessa vikuna. Sú fyrsta í dag kl. 12:45. Verktaki stöðvar alla umferð á Reykjanesbraut í nokkrar mínútur á meðan þeim stendur.  Bergsprengingarnar eru að eiga sér stað í skeringunni við Reykjanesbraut, milli Krýsuvíkurgatnamóta og Strandgötubrúar.

Mynd: Hersir Gíslason

Ábendingagátt