Besta ár Hafnarfjarðarbæjar á vefnum

Fréttir

Vefur Hafnarfjarðarbæjar var heimsóttur rúmlega 650.000 á árinu 2023 sem er 24% aukning milli ára og gerir árið að langsamlega besta ári bæjarins á vefnum. Ný vefmæling Google var tekin í notkun á árinu sem skilar enn nákvæmari tölum. Júní 2023 var til að mynda stærsti mánuðurinn í sögu vefsins með 79.600 heimsóknir.

650.000 heimsóknir á árinu 2023

Vefur Hafnarfjarðarbæjar var heimsóttur rúmlega 650.000 á árinu 2023 sem er 24% aukning milli ára og gerir árið að langsamlega besta ári bæjarins á vefnum. Ný vefmæling Google var tekin í notkun á árinu sem skilar enn nákvæmari tölum. Júní 2023 var til að mynda stærsti mánuðurinn í sögu vefsins með 79.600 heimsóknir.

Helstu niðurstöður úr vefgreiningu ársins eru:

  • Vefur Hafnarfjarðarbæjar var heimsóttur rúmlega 650 þúsund sinnum á árinu sem er 24% aukning milli ára og gerir árið að langsamlega besta ári bæjarins á vefnum
  • Konur eru áfram meirihluti þeirra sem sækja vefinn heim og auka aðeins hlut sinn borið saman við fyrra ár. Aldursskipting helst tiltölulega óbreytt
  • Líkt og síðustu ár eru leitarvélar (f.o.f. Google) helsta uppspretta heimsókna á vefinn
  • Mest sóttu síður vefsins eru: Laus störf, fundargerðir, leit, kort af bænum, sorphirða, starfsfólk og fréttir og tilkynningar
  • Alls voru lesnar tæplega 200 þúsund fréttir
  • Júní var lang stærsti mánuðurinn í lestri viðburða með 17. júní og Hjarta Hafnarfjarðar í fararbroddi
Vefmælingar gegna lykilhlutverki í þróun vefs Hafnarfjarðarbæjar. Meðal þess sem er mælt er fjöldi heimsókna, hvaðan fólk kemur, hverju það er að leita af og hvaða síður það skoðar. Þetta hjálpar til við að forgangsraða, breyta áherslum og gera vefinn aðgengilegri og betri fyrir íbúa bæjarins. Umferð um vefinn öllum sýnileg

Hafnarfjarðarbær þakkar sýndan áhuga og lestur og lætur sér þetta að hvatningu verða!

Kynnið ykkur vefumferð ársins 2023

Sjá lifandi vefmælingu og eldri vefgreiningaskýrslur.

Ábendingagátt