Bíðum með sjósund í mynni Hafnarfjarðar fram yfir helgi

Tilkynningar

Sjósundsunnendur eru beðnir að hinkra með sundsprettinn í Hafnarfjarðarhöfn fram yfir helgi. Skólplagnir hreinsaðar.

Skóplagnir hreinsaðar

Dælustöðvarnar í Krosseyri og Óseyri verða hreinsaðar 4. og 5. júní næstkomandi. Þá fer óhreinsað skólp í höfnina. Við biðjum því sjósundsgarpa sem vanir eru að fara út frá fjörunni við Herjólfsgötu að bíða með sund fram yfir helgi svo fyllsta öryggis sé gætt.

Hafnarfjarðarbær biðst afsökunar á ónæðinu sem viðgerðin veldur.

 

Ábendingagátt