Bíðum með sjósund í mynni Hafnarfjarðar til 1. júlí

Fréttir

Viðgerð og hreinsun á skólplögninni sem undirbúin hefur verið síðustu misseri hefst á morgun, 19. júní. Sjósundsunnendur eru vinsamlega beðnir að hinkra með sundsprett í mynni fjarðarins þar til 1. júlí.

 

Viðhald og hreinsun á skólplögn við fjörðinn!

Stóra viðgerðin og hreinsun á skólplögninni, sem undirbúin hefur verið síðustu misseri, hefst á morgun 19. júní. Sjósundsunnendur eru vinsamlega beðnir að hinkra með sundsprett í mynni fjarðarins þar til 1. júlí. Við vekjum athygli á að verktakarnir verða með athafnasvæði merkt með græna þríhyrningnum sem sjá má á mynd. Það fækkar bílastæðum á svæðinu á meðan á viðgerð stendur.

Hafnarfjarðarbær biðst afsökunar á ónæðinu sem viðgerðin veldur.

 

 

Ábendingagátt