Bíðum með sjósund — Skólplögn í mynni Hafnarfjarðar mynduð

Fréttir

Nauðsynlegt reynist að veita skólpi í höfnina í dag milli klukkan 9 og 19 vegna hreinsunar og myndunar á fráveitulögn sem þar liggur. Sjósundsunnendur eru vinsamlega beðnir að hinkra með sundsprett á Krosseyri, við Herjólfsgötuna og Sundhöll Hafnarfjarðar fram yfir helgi.

Hinkrum með sjósund á svæðinu fram yfir helgi

Sjósundsunnendur eru beðnir um að bíða með sjósund við höfnina fram til 1. júní.

Mynda á skólplögn sem liggur neðan við verslunarmiðstöðina Fjörð vegna fyrirhugaðrar viðhaldsvinnu. Fóðra á lögnina og stendur undirbúningur yfir. Það reynist því nauðsynlegt að veita skólpi í höfnina á meðan. Sjósundsunnendur eru vinsamlega beðnir að hinkra með sundsprett á þessum svæðum þar til eftir föstudaginn 1. júní.

Tilmælin ná til alls mynnis Hafnarfjarðar, þá sérstaklega á svæðinu hjá Krosseyri, við Herjólfsgötuna og Sundhöll Hafnarfjarðar.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt