Bilanir og heimsfaraldur höfðu áhrif á snjómokstur bæjarins

Fréttir

Sérstakar þakkir til íbúa fyrir þolimæði, sýndan skilning og þátttöku. Fyrsti alvöru snjódagar vetrarins komu núna í þessari viku og hefur starfsfólk þjónustumiðstöðvar og verktakar á vegum bæjarins staðið snjóvaktina frá miðri nótt fram á kvöld síðustu daga. Þrátt fyrir að mokstur hafi hafist um miðja nótt aðfaranótt þriðjudags þá höfðu bilanir á tækjum og heimsfaraldur mikil áhrif á gang mála. 

Sérstakar
þakkir til íbúa fyrir þolinmæði, sýndan skilning og þátttöku

Fyrsti alvöru
snjódagar vetrarins komu núna í þessari viku og hefur starfsfólk þjónustumiðstöðvar
og verktakar á vegum bæjarins staðið snjóvaktina frá miðri nótt fram á kvöld
síðustu daga. Þrátt fyrir að mokstur hafi hafist um miðja nótt m.a. aðfaranótt þriðjudags þá höfðu bilanir
á tækjum og heimsfaraldur mikil áhrif á gang mála. Allir tiltækt starfsfólk og verktakar
var kallað til liðna nótt en veikindi vegna Covid og í kjölfarið bilanir á tækjum settu strik í reikninginn sem
hafði keðjuverkandi áhrif á einstaka hverfi og á hraða þjónustunnar. 

Nóttin
hófst með mokstri hátt í fimmtán véla á forgangsleiðum

Snjómokstur
er unninn samkvæmt áætlunum og eftir fyrirfram skilgreindum leiðum og
samþykktum verkferlum. Samningur er við 7 verktaka með 11 tæki sem bætast við
snjómoksturstæki bæjarins sem eru 6 talsins en verktakar eru kallaðir til þegar
snjór heftir för. Hafnarfirði er skipt upp í sjö hverfi og sér hver verktaki um
sitt hverfi auk þess sem auka vélar í eigu
Hafnarfjarðarbæjar eru notaðar verktökum til aðstoðar í þeim hverfum sem mest
mæðir á og á forgangsleiðum allt eftir veðri og gangi mála. Verkplanið er að
halda forgangsleiðum 1 aksturshæfum áður en farið er í forgang 2. Forgangi 3,
húsagötum, er ekki sinnt fyrr en leiðir í forgangi 1 og 2 eru aksturshæfar. Allt kapp er lagt á að nýta tækin í að ryðja sem fyrst og hraðast helstu leiðir. Því er oft á tíðum óhjákvæmilegt að snjór fari fyrir innkeyrslu hjá íbúum.  Á bílaplönum sjá verktakar og starfsfólk þjónustumiðstöðvar um mokstur við leikskóla- og skólalóðir, stofnanir og miðbæjarplön ásamt að taka rastir frá gönguleiðum og strætóskýlum. Þegar verktakar innan hverfa hafa lokið við forgangsleiðir í sínu hverfi mæta þeir til aðstoðar við mokstur á bílaplönum. Mokstur á plönum getur tekið tíma sér í lagi ef mikið er um bíla á stæðunum. 

0K1A3846

Sama á við um
forgangsröðun gönguleiða. Áhersla er lögð á að tryggja að leiðir í forgangi 1
og 2 séu færar allan daginn og mið tekið af aðalgönguleiðum, tengingu milli
bæjarhluta og leiðum til og frá Hafnarfirði ásamt gönguleiðum að skólum og
stofnunum bæjarins. Eftir það er farið ítarlega inn í hverfin. 

Hægt er að sjá litakóðun og skýringu á forgangi á Kortavef Hafnarfjarðarbæjar. 

Undir
valinu Samgöngur og framkvæmdir – Vetrarþjónusta má m.a. finna upplýsingar um
forgangsleiðir í mokstri gatna og göngustíga. Athugið að í upplýsingatákni
fyrir aftan val má finna skýringar.

Komum ábendingum
strax í ferli með skráningu í ábendingagátt

Við fögnum öllum
ábendingum og forgangsröðum m.a. ábendingum um snjómokstur og hálkuvarnir
reglubundið yfir daginn á snjóþungum dögum. Íbúar eru eindregið hvattir til að
senda inn ábendingar, stórar sem smáar, í gegnum ábendingagáttina og leggja þannig sitt að mörkum við að tryggja að engin gata, gönguleið eða plan sem er umsjá bæjarins,  gleymist.

Skráning í ábendingagátt  

Ítarlegri upplýsingar
um snjómokstur og hálkuvarnir bæjarins er að finna hér: https://hfj.is/snjomokstur

Ábendingagátt