Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bílastæði grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar verða opin fyrir útilegutæki frá og með þriðjudeginum 13. júní til og með sunnudeginum 13. ágúst. Mánudaginn 14. ágúst þurfa öll tæki að vera farin af stæðunum.
Síðustu árin hefur Hafnarfjarðarbær boðið eigendum útilegutækja að leggja búnaði sínum við grunnskóla sveitarfélagsins meðan þeir eru lokaðir. Hér er átt við búnað eins og tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annað tengt sumri og ferðalögum. Oft á tíðum er erfitt að koma þessum búnaði fyrir innan lóðarmarka án þess að tækin verði fyrir eða til vandræða fyrir aðra. Því þykir tilvalið að bjóða upp á þennan möguleika.
Stæði grunnskólanna verða opin fyrir slíkan búnað frá og með þriðjudeginum 13. júní til og með sunnudeginum 13. ágúst. Mánudaginn 14. ágúst þurfa öll tæki að vera farin af stæðunum. Sérstök athygli er vakin á því að engin gæsla eða myndavélar eru á svæðinu og öll tæki og búnaður áfram alfarið á ábyrgð eigendanna sjálfra. Nær þetta boð eingöngu til tækja sem eru í virkri notkun yfir sumartímann en ekki til númerslausra bíla og tækja/búnaðar sem vantar geymslu allt árið um kring. Tæki, vagnar og bílar sem eru án númera eru fjarlægð á kostnað eigenda. Í síðasta lagi sunnudaginn 13. ágúst eiga öll tæki og búnaður að vera farin af öllum grunnskólalóðum Hafnarfjarðarbæjar.
Um ökutæki og umferð segir Lögreglusamþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar að:“…. á almannafæri megi ekki leggja eða setja neitt það sem hindrar umferð. Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum. Staða eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, tjaldvagna, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu er bönnuð á götum og almennum bifreiðastæðum. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu ökutæki sem brjóta í bága við 1.–5. mgr. Lögreglusamþykktar, ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…