Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki til 9. ágúst

Fréttir

Útilegum og skemmtiferðum fylgja oft á tíðum tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi, húsbílar og annað sem erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að tækin verði fyrir eða til ama fyrir aðra. Möguleiki er að leggja slíkum búnaði við grunnskóla sveitarfélagsins til og með föstudeginum 9. ágúst. Vakin er sérstök athygli á því að engin gæsla er á svæðinu og öll tæki og búnaður áfram alfarið á ábyrgð eigendanna sjálfra. 

Sumarið er ekki bara tíma útivistar og leikja heldur líka útilega og skemmtunar um land allt. Þessum útilegum og skemmtiferðum fylgja oft á tíðum tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi, húsbílar og annað sem erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að tækin verði fyrir eða til ama fyrir aðra. Til að koma til móts við þann hóp íbúa sem á svona tæki vill Hafnarfjarðarbær opna á þann möguleika að leggja slíkum búnaði við grunnskóla sveitarfélagsins nú meðan þeir eru lokaðir. 

Sérstök athygli er vakin á því að engin gæsla eða myndavélar eru á svæðinu og öll tæki og búnaður áfram alfarið á ábyrgð eigendanna sjálfra. 

Gildir þetta boð Hafnarfjarðarbæjar til og með föstudeginum 9. ágúst 2018.

Nær þetta boð eingöngu til tækja sem eru í virkri notkun en ekki til númerslausra bíla og tækja/búnaðar sem vantar geymslu allt árið um kring. Tæki, vagnar og bílar sem eru án númera eru fjarlægð á kostnað eigenda. Í síðasta lagi þann 9. ágúst eiga öll tæki og búnaður að vera farin af öllum grunnskólalóðum Hafnarfjarðarbæjar.

Lögreglusamþykkt fyrir Hafnarfjarðarkaupstað

Um ökutæki og umferð segir Lögreglusamþykkt Hafnarfjarðarkaupstaðar að:“…. á almannafæri megi ekki leggja eða setja neitt það sem hindrar umferð. Bannað er að leggja ökutæki á gangstéttum, opnum svæðum, óbyggðum lóðum og stígum. Staða eftirvagna og tengivagna, s.s. hestaflutningavagna, hjólhýsa, tjaldvagna, dráttarkerra, báta og þess háttar tækja sem og húsbíla sem þykja valda óþægindum, óþrifnaði eða hættu er bönnuð á götum og almennum bifreiðastæðum. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu ökutæki sem brjóta í bága við 1.–5. mgr. Lögreglusamþykktar, ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins.

Vonandi geta einhverjir nýtt sér þennan möguleika!

Ábendingagátt