Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Við bíðum jólahátíðarinnar við óvenjulegar aðstæður og gerum upp ár sem engan óraði fyrir. Á aðventunni undirbúum við hátíð ljóss og friðar vongóð um að bjartari dagar séu framundan. Þetta ár hefur verið eitt allsherjar lærdómsferli.
Við bíðum jólahátíðarinnar við óvenjulegar aðstæður og gerum upp ár sem engan óraði fyrir. Á aðventunni undirbúum við hátíð ljóss og friðar vongóð um að bjartari dagar séu framundan. Þetta ár hefur verið eitt allsherjar lærdómsferli. Við höfum tekist saman á við mótlæti, höfum lært nýjar leiðir í störfum okkar og félagslífi. Við höfum tekist á við áskoranir engu líkar, höfum kynnst hvert öðru og okkur sjálfum á nýjan hátt. Við höfum upplifað nýjan veruleika – saman.
Hér í Hafnarfirði hófst árið með hörmulegu slysi við Hafnarfjarðarhöfn þegar þrír ungir piltar voru hætt komnir og tveir þeirra í lífshættu í langan tíma. Það var einstakt að finna hinn áþreifanlega samhug og náungakærleik sem kom fram í kjölfarið í bænum okkar. Óvissan var mikil en Hafnfirðingar urðu eins og ein stór fjölskylda sem bað fyrir bata þeirra og við sáum kraftaverkið gerast. Mikil gleði fylgdi þeirri guðsgjöf. En lífið tekur líka, ástvinir hverfa á braut, og er hugur minn hjá þeim sem halda jól í skugga áfalla á árinu.
Hafnarfjarðarbær er orðinn sannkallaður jólabær. Hér voru jólaljósin sett upp fyrr en nokkru sinni og bærinn hefur aldrei verið jafn fallega skreyttur. Það var gaman að sjá hve bæjarbúar tóku fljótt við sér og lýstu líka upp híbýli sín og lóðir. Ekki er ofsögum sagt að mild og falleg ljósin veiti birti og yl í hjörtu okkar. Fólk hefur og streymt í miðbæinn til að njóta fallegu ljósanna og í Hellisgerði, þar sem skapað var í fyrsta sinn einstakt jólaævintýraland. Jólaljósadýrðin og náttúrufegurðin er stórkostleg í þessum brátt aldar gamla lystigarði okkar Hafnfirðinga. Það hefur verið dásamlegt að sjá viðtökurnar og hve bærinn okkar og mannlífið hefur blómstrað á aðventunni.
Framundan er nýtt ár, ný tækifæri og nýjar áskoranir. Ég hlakka til að takast við þær með ykkur á nýju ári með gleðina í fararbroddi. Þegar kærleikurinn er í öndvegi eru okkur allir vegir færir. Samstarfsfólki mínu hjá Hafnarfjarðarbæ þakka ég af heilum hug fyrir ómetanlega frammistöðu og fagmennsku á árinu sem er að líða. Það hefur þurft mikla samheldni og samhug til að láta alla þá fjölbreyttu þjónustu, sem bæjarfélagið veitir, ganga upp jafn vel og raun ber vitni. Ykkur öllum og öðrum vinum Hafnarfjarðar færi ég mínar bestu óskir um góð og gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Rósa Guðbjartsdóttirbæjarstjóri Hafnarfjarðar
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…