Bjartir dagar 2019

Fréttir

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á Bjarta daga! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum.

Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir.

Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum. Ýmsir tónlistarviðburðir skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár með tónlistarhátíðina HEIMA í broddi fylkingar og á föstudagskvöld verða söfn, verslanir og vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld. Þá standa tónlistarmenn, íþróttafélög og ýmis félagasamtök að fjölbreyttum viðburðum og menningarstofnanir bæjarins bjóða uppá skemmtilega dagskrá.

Hátíðin hefst á því að þriðjubekkingar syngja inn sumarið á Thorsplani síðasta vetrardag, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar verður útnefndur ásamt því að Menningar- og ferðamálanefnd veitir styrki til viðburða og menningarstarfsemi.

Kynntu þér dagskrá Bjartra daga hér:

 

 

Ábendingagátt