Bjartir dagar 22.-26. apríl

Fréttir

Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl.

Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl.  Á síðasta degi vetrar syngja fjórðu bekkingar inn hátíðina og sumarið, listamenn bjóða heim á Gakktu í bæinn og Heimahátíðin verður haldin í 13 heimahúsum í miðbænum.

Sumri verður fagnað með fjölskyldudagskrá á Sumardaginn fyrsta og á Björtum dögum koma fram fjölmargir listamenn auk þess sem félagsmiðstöðvar taka virkan þátt í hátíðinni.  Þá munu leikskólarnir að venju skreyta bæinn með verkum sínum. 

Hér er hægt að kynna sér dagskrána og svo minnum við á Facebókarsíðu viðburðarins Bjartir dagar.

Ef þú vilt frekari upplýsingar um  Bjarta daga þá endilega hafðu samband við Marín Hrafnsdóttur menningar- og ferðamálafulltrúa á marin@hafnarfjordur.is eða í síma 664-5776.

Ábendingagátt