Bjartir dagar í Hafnarfirði

Fréttir

Menningarhátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafnarfirði dagana 20. – 24. apríl.  Dagskráin er full af áhugaverðum viðburðum, sýningum og mikilli skemmtun. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður sett miðvikudaginn 20. apríl en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2003. Við það tækifæri verða styrkir menningar- og ferðamálanefndar afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg kl. 17.

Bjartir dagar standa yfir í þrjá daga eða til sunnudagsins 24. apríl. Hátíðin er þátttökuhátíð og byggir á því að ýmsar stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum. Í ár er sérstök áhersla lögð á barnamenningu og þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti, sem er í umsjá skátafélagsins Hraunbúa, hluti hátíðahaldanna. 

HEIMA í Hafnarfirði 

Ýmsir tónlistarviðburðir með Heima hátíð Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar í farabroddi skipa stóran sess í dagskrá Bjartra daga í ár. HEIMA hátíðin er haldin síðasta vetrardag.  Á föstudagskvöldið verða svo verslanir og vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld. Tilvalið er fyrir Hafnfirðinga, vini þeirra og vandamenn og aðra nærsveitamenn að ganga í bæinn og rölta á milli sem flestra staða.  Upplifa þannig fjölbreytileikann og njóta líðandi stundar.  

Setningarhátíð HEIMA fer fram í Firði milli 18-20 miðvikudaginn 20. apríl.

Leikskólalist

Leikskólabörn taka virkan þátt í Björtum dögum og skreyta fyrirtæki, verslanir og stofnanir í Hafnarfirði með list sinni.

Leikskóli Stofnun
Arnarberg Fjörður
Álfaberg Súfistinn
Álfasteinn Íshús Hafnarfjarðar
Hamravellir Ásvallalaug
Hjalli Bókasafnið
Hlíðarberg Íshús Hafnarfjarðar
Hlíðarendi Ísbúð vesturbæjar við Strandgötu
Hraunvallaskóli Haukahúsið
Hvammur Suðurbæjarlaug
Hörðuvellir Sólvangur
Norðurberg Hrafnista: glaðlegir steinar í gosbrunn
Brekkuhvammur Bókasafnið
Stekkjarás Heilsugæslan Sólvangi
Tjarnarás Bókasafnið
Vesturkot Hraunkot hjá  Golffélaginu Keili
Víðivellir Hjallabraut 35 þjónustuíbúðir fyrir aldraðra   

Dagskrá Bjartra daga má sjá í heild sinni hér

Dæmi um atriði má nefna:

  • Sumarið sungið inn á Thorplani
  • Sýning á Kaupfélagsreitnum
  • Bó í bæjarbíó
  • Ókeypis í sund á Sumardaginn fyrsta
  • Fjölskyldusmiðja í Hafnarborg
  • Víðavangshlaup á Víðistaðatúni
  • Sirkus Íslands í Firði
  • Söguganga um gamla bæinn
  • Ömmu- og afabíó í bæjarbíói
  • Komedy kvöld á Íslenska rokkbarnum
  • Leynileikhúsið
  • Gakktu í bæinn og heimsæktu söfn og vinnustofur listamanna
  • Íslandsmót í hópfimleikum á Ásvöllum
  • Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna
  • Sing along rokkpartý
  • Vorganga skógræktarfélagsins
  • Hjólreiðaverkstæði – hjólaratleikur sem endar á Víðistaðatúni
  • Andlitsmálun
  • Samflot í Lækjarskóla
  • Opnar vinnustofur í Íshúsi Hafnarfjarðar
  • Pop-up kaffihús
  • Vorhátíð Hafnarfjarðarkirkju
  • Samtal um sýningar í Hafnarborg

…..og fleira og fleira og fleira.

Leyfum okkur að njóta og ekki þjóta á Björtum dögum í Hafnarfirði. Bjóðum svo fjölskyldu og vinum að njóta með okkur! Það ættu allir fjölskyldumeðlimir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Góða skemmtun!

 

Ábendingagátt