Bjartir dagar í Hafnarfirði munu standa yfir í allt sumar

Fréttir

Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng nemenda, standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda. Þannig hefur fjármagn til frumkvæðisverkefna verið aukið og allir áhugasamir hvattir til að sækja um örstyrki til viðburða og skemmtunar á Björtum dögum sumarið 2021.

Framundan eru Bjartir dagar, menningarhátíð sem
endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði.
Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga en
ákveðið hefur verið að hátíðin, sem hefst síðasta vetrardag með vali á
bæjarlistamanni Hafnarfjarðar, afhendingu menningarstyrkja og sumarsöng
nemenda, standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda.
Þannig hefur fjármagn til frumkvæðisverkefna verið aukið og allir áhugasamir
hvattir til að sækja um örstyrki til viðburða og skemmtunar á Björtum dögum
sumarið 2021.

Upphafsdagskrá hátíðar í ár er nokkuð látlaus og með öðru
sniði í ljósi samkomutakmarkana en allir ættu þó að finna eitthvað við sitt
hæfi og verða nokkrir viðburðir í streymi svo fleiri geti notið. Að þessu sinni
er sérstök áhersla lögð á unglingamenningu til þess að hvetja ungt fólk til
virkrar þátttöku í menningarstarfi, virkja sköpunarkraft þeirra og veita þeim
tækifæri til að njóta lista og menningar. Allir gestir eru hvattir til að virða
fjöldatakmörk, tveggja metra nálægðarmörk, huga að einstaklingsbundnum
sóttvörnum og nota andlitsgrímur þegar við á. Gera má ráð fyrir að fastir liðir
á bæjarhátíðinni fari fram síðar í sumar þegar umhverfi og aðstæður
leyfa.

Hlekkur á dagskrá hátíðar – Bjartir
dagar 2021 | Viðburðir framundan | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Nokkur dæmi um skemmtilega dagskrárliði

  • 3.
    bekkingar í Hvaleyrarskóla syngja inn sumarið undir stjórn Guðrúnar Árný í
    beinu streymi á Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar (miðvikudagur 21. apríl
    kl. 10)
  • Listasmiðjur
    í félagsmiðstöðvum unglinga. Félagsmiðstöðvarnar í Hafnarfirði bjóða upp á
    fjölbreyttar og spennandi listasmiðjur fyrir unglinga í efstu bekkjum
    grunnskólanna.
  • Leikskólalist.
    Leikskólabörn taka virkan þátt og skreyta glugga og næsta
    nágrenni leikskólanna að þessu sinni.
  • Vorsýning
    á vinnustofu Soffíu Sæmundsdóttur, Fornubúðum 8. Soffía sýnir ný verk
    unnin á undanförnum mánuðum.
  • Listasmáskólinn
    á Brikk. Sýning á verkum nemenda Listasmáskólans í gluggum Brikk,
    Norðurbakka 1.
  • Síðdegistónar
    í Hafnarborg föstudaginn 23. apríl. Fram koma söngkonan landsfræga Andrea
    Gylfadóttir og Sálgæslan. Hægt er að panta sér miða en tónleikarnir verða
    líka í beinu streymi
  • Ljósmyndasýningin
    „Vinir sem þú hefur ekki enn hitt“ í anddyri Ásvallalaugar. Sjónræn
    frásögn um ungt fólk frá vinabæjunum Frederiksberg í Danmörku og
    Hafnarfirði.
  • Stóri
    plokkdagurinn. Hafnfirðingar hvattir til að taka til hendinni og hreinsa
    bæinn sinn.
  • Opið
    hús hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar Flatahrauni 14. Frítt inn í SKATE
    parkið og hægt að fá lánaðan búnaði ef þarf.
  • Fuglaskoðun
    í Höfðaskógi. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg.
  • Söfn
    bæjarins verða opin. Pakkhús Byggðasafnsins, Bókasafn Hafnarfjarðar og
    Hafnarborg
  • Spunaspilasólarhringur
    í ungmennahúsinu Hamrinum
  • Jónas Sig og hamingjan – streymisstund í Hafnarfjarðarkirkju

Góða og gleðilega skemmtun í fámennum hópi!  

Ábendingagátt