Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2016 – 2019 hefur verið samþykkt.
Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir rúmlega 360 milljóna króna rekstrarafgangi á A og B hluta. Áætlað veltufé frá rekstri samantekið fyrir A og B hluta er 3,3 milljarðar króna sem er um 15% af heildartekjum sveitarfélagsins. Aukið veltufé er grunnforsenda þess að árangur náist í að lækka skuldir bæjarfélagsins.
Umbætur í rekstri
„Með þessari áætlun er búið að ná tökum á undirliggjandi vanda í rekstri bæjarfélagsins“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Í nýsamþykktri áætlun er áhersla lögð á óbreytt þjónustustig í bæjarfélaginu. Leikskólagjöld breytast ekki annað árið í röð. Fasteignaskattur mun hækka á móti lækkun vatns- og fráveitugjalda þannig að álögur á íbúa aukast ekki. Þetta eykur jafnframt afslátt til aldraðra og öryrkja af fasteignaskatti. Fyrir árslok 2015 verða erlendar skuldir bæjarfélagsins greiddar upp að stærstum hluta og á nýju ári verða nær allar skuldir bæjarfélagsins í íslenskum krónum.
,,Í þessari fjárhagsáætlun eru sett fram skýr markmið um niðurgreiðslu skulda og hagræðingu sem mun skila miklum umbótum á rekstri bæjarins. Þess vegna er afar mikilvægt að áætluninni sé fylgt í hvívetna. Hér er lagður grunnur að fjárhagslegri endurreisn sveitarfélagsins sem allir bæjarbúar munu síðar njóta góðs af,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016
Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með heildarútgjöld upp á um 21,9 milljarða króna. Áætluð laun og launatengd gjöld eru um 10,6 milljarðar króna og fjármagnskostnaður um 2,1 milljarður króna, eða sem nemur 9,6% af heildartekjum sveitarfélagsins.
Rík áhersla á fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimild vegna fræðslu- og uppeldismála hækkar um 644 milljónir króna á milli ára eða um 7%. Áfram verður lögð áhersla á bættan námsárangur í læsi og stærðfræði auk þess sem áframhaldandi tæknivæðing mun eiga sér stað í leik- og grunnskólum. Grunnskólanemum fjölgar um 103 milli ára á meðan leikskólabörnum fækkar um 83 miðað við óbreyttan inntökualdur og verður brugðist við því. Gert er ráð fyrir að öll börn sem fædd eru í mars 2015 og fyrr komist inn á leikskóla haustið 2016. Stórir árgangar eru í yngstu bekkjum grunnskóla og hefur aðsókn í frístundadvöl aukist í samræmi við það. Á næsta ári má búast við að allt að 80 fleiri börn nýti þjónustuna sem kallar á fjölgun starfsmanna. Fjárveiting vegna niðurgreiðslu þátttökugjalda hækkar. Nú geta foreldrar/forráðamenn fengið niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna sinna í öðrum sveitafélögum, sem er nýjung. Nemendur í 8. – 10. bekk munu fá í kringum 13% launahækkun fyrir vinnu sína í Vinnuskólanum. Aukin áhersla verður jafnframt lögð á forvarnir m.a. með samstarfi við Samtökin 78 og Rauða krossinn.
„ Með því að minnka vaxtakostnað bæjarins markvisst verður meira umleikis til beinnar þjónustu við bæjarbúa. Þannig skilar áætlun ársins 2016 okkur áleiðis að settu marki um að tryggja Hafnfirðingum aukna þjónustu gegn lægri gjöldum. Þetta er því fyrst og fremst hagsýn áætlun sem horfir til framtíðar“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar.
Fylgiskjöl með fréttatilkynningu
Hafnarfjörður – málaflokkayfirlit 2016 – 2019 Greinargerð með fjárhagsáætlun 2016 – 2019 Hafnarfjörður – fjárhagsáætlun 2016 – 2019 Hafnarfjörður – fjárhagsáætlun 2016
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…